Hafa samband

Að gefnu tilefni frá framkvæmdastjóra SGS

Fundir Samninganefndar SGS eru eðli máls samkvæmt lokaðir fundir og umræður þar trúnaðarmál. Vegna umræðu um einstök efnisatriði á heimasíðu Afls er ástæða til að staðfesta að formaður Framsýnar stéttarfélags lét á fundum nefndarinnar bóka andstöðu sína við hugmyndir sem voru


Guðbjörg Kristmundsdóttir nýr formaður VSFK

Á aðalfundi Verkalýðs-og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis (VSFK), sem haldinn var 21. mars síðastliðinn, var Guðbjörg Kristmundsdóttir kosin nýr formaður félagsins. Var Guðbjörg sjálfkjörin þar sem enginn annar listi bauð fram.


Yfirlýsing frá samninganefnd SGS

Í tilefni af fréttum fjölmiðla þess efnis að Framsýn stéttarfélag hefur ákveðið að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu vegna tveggja kjarasamninga vill samninganefnd  Starfsgreinasambandsins koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:


Mikill meirihluti hlynntur því að láglaunafólk fái meiri skattalækkun

Ný skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Alþýðusamband Íslands sýnir að 83% Íslendinga eru hlynntir því að launafólk með heildartekjur undir 500 þús. kr. á mánuði fyrir skatt, fái meiri skattalækkun en aðrir. Athygli vekur að stuðningur við slíka skattkerfisbreytingu er mikill í öllum aldurs- og tekjuhópum þó vissulega sé hann mestur hjá þeim tekjulægstu.


Starfsgreinasambandið slítur kjaraviðræðum

Starfsgreinasamband Íslands hefur ákveðið að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Síðastliðin föstudag samþykkti samninganefnd Starfsgreinasambandsins einróma að ef ekki kæmu fram nýjar hugmyndir eða viðbrögð frá Samtökum atvinnulífsins


Fréttatilkynning frá Starfsgreinasambandi Íslands

Undanfarnar þrjár vikur hafa samningaviðræður um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífins farið fram undir verkstjórn Ríkissáttasemjara. Forsendur viðræðna hafa verið umræða um nýja launatöflu, styttingu vinnuvikunnar, samræmingu á vinnumarkaði og fleiri atriði.


Montið og kjaraumræðan

Það eru margir sem telja eftirspurn eftir sínum skoðunum í umræðunni um kjaramál sem nú er afar áberandi í samfélaginu. Margir hafa einnig áhyggjur af því að kröfur verkalýðshreyfingarinnar um launahækkanir fyrir þá lægst launuðu séu sérlega hættulegar og muni valda ferðaþjónustunni og samfélaginu öllu miklum skaða.


Starfsumhverfi starfsfólks við hótelþrif á Íslandi

Vegna aukins umfangs í ferðaþjónustu á Íslandi hefur starfsmönnum gististaða fjölgað mikið undanfarin ár. Í þeim hópi eru starfsmenn sem sinna hótelþrifum og ákvað Vinnueftirlitið að ráðast í könnun og úttekt á vinnuumhverfi þessa hóps samfara ábendingum um að gæta þurfi að starfsumhverfi hans sérstaklega.


Starfsgreinasamband Íslands tekur ákvörðun um áframhald kjaraviðræðna

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur samþykkt að halda viðræðum áfram við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning og verður viðræðum haldið áfram eftir helgi. Aðilar hafa fundað nánast daglega undanfarnar vikur, auk þess sem vinna starfshópa um einstök málefni hefur verið í fullum gangi.


Samninganefnd SGS lýsir yfir stuðningi við verkfall Eflingar

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands samþykkti eftirfarandi stuðningsyfirlýsingu á fundi sínum fyrr í dag:

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við verkfall félaga okkar í Eflingu sem boðað er 8. mars nk. Um leið hvetjum við félagsmenn innan aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins til þess að ganga alls ekki í störf félagsmanna Eflingar komi til verkfalls.