Hafa samband

FRÉTTIR

Atvinnuþátttaka mælist 79,3%

Samkvæmt nýjustu vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, sem gerð var í janúar sl, mældist atvinnuþátttaka hér á landi 79,3%. Það þýðir að af þeim 181.700 manns sem voru að jafnaði á vinnumarkaði voru 169.300 af þeim starfandi og 12.300 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuleysi mældist því 6,8%. Atvinnuþátttaka Íslendinga hefur aukist um 0,7% ef miðað er við sama tíma fyrir ári síðan, en  á móti hefur atvinnuleysi aukist um eitt prósentustig.

Lesa má nánar um framkvæmd og aðferð rannsóknarinnar á vef Hagstofunnar external link icon.