Hafa samband

Auðveldast að fá vinnu á Íslandi

Auðveldast að fá vinnu á Íslandi

Í Svíþjóð búa hlutfallslega flestir af erlendum uppruna en á Íslandi eru hlutfallslega flestir af erlendum uppruna í vinnu. Þetta kemur fram í úttekt Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar (OECD) sem greint var frá í Norrænu vefriti um atvinnumál (http://www.arbeidslivinorden.org). Í greininni kemur fram að hlutfall íbúa af erlendum uppruna er hæst í Svíþjóð eða 14% en lægst í Finnlandi eða 4%. Í Danmörku er hlutfallið 8% en í Noregi og á Íslandi er hlutfall íbúa af erlendum uppruna 11%.

Staða fólks á vinnumarkaði er ólík á milli landanna, en hæst er atvinnustigið meðal fólks af erlendum uppruna á Íslandi eða 76%. Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið 62%-67%. Þess má geta að á Íslandi mælist minnst atvinnuleysi að Noregi undanskildum, en mest er atvinnuleysið í Svíþjóð eða 7,1% í október. Þess má geta að meðalatvinnuleysið í löndum OECD mældist 8% í október. Það er því ljóst að atvinnuástand meðal innlendra jafnt sem erlendra íbúa landsins er betra en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Þess má geta að 25% félaga innan aðildarfélöga Starfsgreinasambandsins eru af erlendum uppruna.

 

Land

Fólk af erlendum uppruna

Atv.stig fólks af erl. uppruna

Atvinnuleysi alls í október

Svíþjóð

14%

62%

7,1%

Ísland

11%

76%

4,5%

Noregur

11%

67%

3%

Danmörk

  8 %

66%

6,3%

Finnland

  4 %

62%

6,9%