Hafa samband

Auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra

Auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra

Starfsgreinasamband Íslands leitar eftir nýjum framkvæmdastjóra. Núverandi framkvæmdastjóri, Kristján Bragason, tók starfið að sér tímabundið með það að markmiði að endurskipuleggja starfsemi og rekstur SGS. Nú þegar þeirri vinnu er lokið og þing SGS hefur samþykkt ný lög og reglugerðir varðandi starfsemina, sem og nýja starfs- og fjárhagsáætlun til næstu tveggja ára er kominn tími til að leita að nýjum einstaklingi til að stýra sambandinu.

Starf framkvæmdastjóra SGS er mjög fjölbreytt, en hann ber m.a. ábyrgð á rekstri og stjórnun sambandsins í samvinnu við formann. Hann vinnur að stefnumótun fyrir sambandið og framfylgir ákvörðunum teknum af þingum, formannafundum og framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjóri er í miklum samskiptum við innlenda og erlenda aðila um margvísleg málefni er tengjast hagsmunum launafólks.

 

Starfsgreinasambandið leitar af háskólamenntuðum einstaklingi sem hefur reynslu og þekkingu á málefnum stéttarfélaga. Mikilvægt er að viðkomandi hafi mikla hæfni í mannlegum samskiptum, sem og hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti. Þá er gerð krafa um góða tungumálakunnáttu.

Hagvangur sér um ráðninguna og er umsóknarfrestur fram til 6. ágúst nk.  Auglýsinguna má sjá hér