Hafa samband

Ný Gallup könnun

Ennþá er mikill stuðningur við hækkun lægstu launa

Útdráttur:   Ríflega sjö af hverjum tíu telja að launamunur hafi aukist á síðast liðnum fimm árum.  Þá er yfirgnæfandi stuðningur við hækkun lægstu launa umfram almenna hækkun líkt og undanfarin ár

Hér eru helstu niðurstöður úr könnuninni

Könnunin í heild sinni er hér

 

 

Source: Hlíf


Félagsfundur

 

Fundur verður haldinn þriðjudaginn 25. nóvember 2014. kl 17:30 í 

Skútunni, Hólshrauni 3, Hafnarfirði

Dagskrá:

1.     Kjaramál / kynning á Gallupkönnun Flóabandalagsins.

2.     Áhrif vaktavinnu á líðan fólks og heilsufar,  frummælandi: Lára Sigurðardóttir læknir.

3.     Kosning  samningarnefndar.

4.     Kynning  á breytingum á reglugerð sjúkrasjóðs

5.     Önnur mál

 

Boðið verður upp á léttar veitingar á fundinum

Source: Hlíf


Niðurstöður atkvæðagreiðslna vegna sáttatillögu

Talningu atkvæða vegna sáttatillögu ríkissáttasemjara, sem undirrituð var 20. febrúar síðastliðinn, er nú lokið. Af þeim 14 félögum innan SGS sem greiddu atkvæði um tillöguna samþykktu 13 félög hana en eitt þeirra felldi sáttatillöguna – Drífandi í Vestmannaeyjum. Að meðaltali var kjörsókn í aðildarfélögunum 20,3% og sveiflaðist hún talsvert milli félaga, allt frá 7,5% upp í 46,7% kjörsókn.


Atvinnuþátttaka mælist 79,3%

Samkvæmt nýjustu vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, sem gerð var í janúar sl, mældist atvinnuþátttaka hér á landi 79,3%. Það þýðir að af þeim 181.700 manns sem voru að jafnaði á vinnumarkaði voru 169.300 af þeim starfandi og 12.300 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuleysi mældist því 6,8%. Atvinnuþátttaka Íslendinga hefur aukist um 0,7% ef miðað er við sama tíma fyrir ári síðan, en  á móti hefur atvinnuleysi aukist um eitt prósentustig.


Upplýsingar um atkvæðagreiðslur

Þau félög sem undirrituðu nýjan kjarasamning í febrúar og leggja hann fyrir félagsmenn í atkvæðagreiðslu eru: Aldan í Skagafirði, Báran í Árborg, Drífandi í Vestmannaeyjum, Efling í Reykjavík, Eining-Iðja í Eyjafirðinum, Framsýn á Húsavík, Samstaða á Blönduósi, Stéttarfélag Vesturlands í Borgarfirðinum, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Hlíf í Hafnarfirði, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Verklaýðsfélag Snæfellinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Umfjöllun um samninginn má nálgast hér:


Allt um kjarasamningana

Í desember sl. voru samningar undirritaðir og samþykktir af þessum félögum: Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Afl-Starfsgreinafélag, Verkalýðsfélag Suðurlands og Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis. Desember-samningarnir fólust í stuttu máli í eftirfarandi atriðum:


Ályktun formannafundar SGS um ábyrgð atvinnurekenda og hins opinbera

Formannafundur SGS, sem nú stendur yfir, hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun:

Formannafundur Starfsgreinasambandsins lýsir áhyggjum af stöðunni á vinnumarkaði. Stór hluti aðildarfélaga SGS felldi þá samninga sem undirritaðir voru í desember síðastliðnum og engar formlegar viðræður eru hafnar við fulltrúa fjármálaráðuneytisins vegna samninga SGS og ríkisins sem runnu út um síðustu mánaðarmót. Þá brýna aðrir opinberir starfsmenn verkfallsvopnið um þessar mundir og ljóst að ýmislegt þarf að koma til umfram þær kauphækkanir sem samið var um í desember svo friður ríki á vinnumarkaði á komandi mánuðum.


Næstu skref í kjaraviðræðunum

Þau félög sem felldu fyrirliggjandi kjarasamninga fara nú sjálf með umboð til kjaraviðræðna. Þau hafa verið boðuð hvert í sínu lagi á samningafund hjá ríkissáttasemjara í dag, 4. febrúar. Margar skýringar eru á því af hverju félagar í 14 aðildarfélögum SGS felldi samningna. Það er þó ljóst að með því að fella samningana var töluverður hluti verkafólks að lýsa þeirri skoðun sinni að ábyrgðin á stöðugleikanum verður ekki lögð einhliða á herðar launafólks. Fréttir af hækkunum fyrirtækja, sveitarfélaga og opinberra stofnana um og eftir áramót höfðu þar gríðarleg áhrif auk þess sem kjarasamningurinn var töluvert frá þeim hógværu kröfum sem Starfsgreinasambandið hafði lagt fram.


Vertu á verði

Í febrúar sl. hleypti ASÍ og aðildarfélög þess af stað herferð gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Átakið er hvatning til almennings og fyrirtækja um að taka höndum saman til að rjúfa vítahring verðbólgunnar og er liður í eftirfylgni með samkomulags ASÍ og SA við framlengingu kjarasamninga í upphafi árs. Hugmyndin er fyrst og fremst að vekja fólk til meðvitundar um verðlagsmál og virkja almenning í að vekja athygli samborgaranna á óeðlilegum hækkunum á vörum og þjónustu. Það skapar umræður og mikilvægt aðhald gagnvart kaupmönnum og þjónustuaðilum.


Mikilvægt að ná tökum á genginu

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, flutti erindi á 4. þingi SGS sem fram fer á Akureyri. Ólafur Darri fjallaði m.a. um þróun og horfur í kjaramálum, launaþróun á liðnum árum og vanda landsins í gengis- og verðlagsmálum. Hann sagði að það væri dauft yfir efnahagslífinu og að ekki væri mikilla breytinga að vænta og að óstöðugleika í gengi gerði landinu erfitt fyrir.


Síða 1 Af 22123...Síðast