Hafa samband

Bætt vinnubrögð við kjarasamningagerð: Skýrsla

Bætt vinnubrögð við kjarasamningagerð: Skýrsla

Í morgun kynntu aðilar vinnumarkaðarins nýja skýrslu um vinnubrögð við kjarasamninga á Norðurlöndunum. Skýrslan er árangur samstarfsverkefnis sáttasemjara og aðila vinnumarkaðarins þar sem borið var saman kjarasamningaferlið á Norðurlöndunum, staða efnahagsmála og vinnubrögð. Á kynningarfundinum var samhljómur um að bæta vinnubrögð hér á landi með áframhaldandi samstarfi í gagnaöflun og þeirri grunnvinnu sem þarf að vinna í aðdraganda kjarasamninga.