Hafa samband

SGS ályktar um aðstöðumun og gjaldtöku

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands samþykkti tvær ályktanir í kjölfar formannafundar fimmtudaginn 27. mars síðastliðinn. Fundurinn hafnar gjaldtöku við náttúruperlur og lýsir yfir miklum áhyggjum af þeim aðstöðumun sem fólk býr við sem á langt að sækja grunnþjónustu.


Nýr kjarasamningur við NPA miðstöðina

Þann 19. mars 2014 undirritaði Starfsgreinasamband Ísland nýjan kjarasamning við NPA miðstöðina, vegna aðstoðarfólks fatlaðs fólks. Samningurinn kemur til viðbótar kjarasamningi SGS og NPA miðstöðvarinnar frá 30. nóvember 2013 og tekur mið af breytingum sem gerðar voru á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem undirritaðir voru 21. desember 2013 ásamt sáttatillögu ríkissáttasemjara frá 20. febrúar 2014. Gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015.


Krefjumst aðgerða gegn atvinnuleysinu, gefum stöðugleikasáttmálanum líf

Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins  krefst þess að alþingismenn taki höndum saman um endurreisn efnahagskerfisins, klári Icesave og setji hagsmuni þjóðarinnar í forgang.

Stokkar forsetinn upp á nýtt?

Miðstjórn Samiðnar lýsir fullri ábyrgð á hendur Alþingi sem hefur ekki valdið hlutverki sínu, hvorki stjórn né stjórnarandstaða. ,,Þolinmæðin er á þrotum og tíminn að renna frá okkur og ef engin raunhæf úrræði koma fram á næstu vikum stefnum við hraðbyri að næsta hruni,” segir í samþykkt Samiðnar frá í gær þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með þróun efnahagsmála og þá stöðnun sem við blasir í íslensku samfélagi. Undir það er tekið.

 

Sú dapurlega staðreynd blasir við að Alþingi nýtur nú einungis trausts 13% þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnun Gallup. Vantraustið er óbreytt frá því í mars í fyrra og ríkisstjórnin á í vök að verjast. Hún hafði augljóslega ekki styrk til að klára Icesave málið og Ögmundur Jónasson hefur lýst því yfir að aldrei hafi verið vilji innan alls þingsflokks VG til að samþykkja Icesave samninginn sem fjármálaráðherra undirritaði og þjóðaratkvæði var greitt um. Enn er Icesave málið óklárað, en lausn þess er m.a. forsenda þess að önnur mikilvæg mál við endurreisn efnahagslífsins nái fram að ganga. Alþingi ber þar höfuðábyrgð, ríkisstjórnin hafði aldrei meirihluta í málinu.

 

Þáttur forseta Íslands:

 

Þáttur forseta Íslands, að grípa inn í atburðarásina með svo afgerandi hætti, dregur í efa að unnt verði, á hinu pólitíska sviði að ná fram þeirri samstöðu sem dugar til að klára Icesave eins og mál hafa þróast. Það ræðst þó á næstu dögum. Það vekur athygli hvernig forsetinn kveður sér  hljóðs í hinni pólitísku umræðu. Umlukinn flóðljósum fréttamanna vílar hann m.a. ekki fyrir sér að senda bræðraþjóðunum á Norðurlöndum tóninn þótt það sé í raun hlutverk utanríkisráðherra og ríkisstjórnar að ræða pólitísk málefni Íslands á erlendri grundu.

 

Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin verði að þétta raðirnar, sem þýðir á mannamáli að Vinsti hreyfingin grænt framboð verði að gera upp við sig hvort hún ætlar að styðja ríkisstjórnina sem eitt afl eða ekki. Það gildir líka um nýjan Icesave samning sem liggur á borðinu. Komi sú yfirlýsing ekki og náist ekki samkomulag um nýjan Icesave samning í næstu viku er vandséð að ríkisstjórnin haldi völdum. Þá á forsetinn næsta leik, hvort heldur hann velur að skipa sér starfsstjórn utan þings eða rjúfa þingið og efna til nýrra kosninga. Um þetta er hann einráður ef vill samkvæmt stjórnarskrá.

 

Í ljósi ofanritaðs er afar mikilvægt að taka undir kröfu Samiðnar á alþingismenn, að þeir ,,láti hagsmuni fólksins í landinu ganga fyrir og lýsa vantrausti á þá alþingismenn sem spila á efnahagserfiðleika þjóðarinnar sér til framdráttar,” eins og segir í ályktuninni.

 

Ef ekki næst samstaða á Alþingi á næstu dögum um markvissar aðgerðir til að bregðast við vaxandi erfiðleikum fjölskyldna og fyrirtækja þá verður að stokka upp á nýtt.

 

Samþykkt Miðstjórnar Samiðnar frá í gær fer hér á eftir:

“Miðstjórn Samiðnar lýsir miklum vonbrigðum með þróun efnahagsmála,aðgerðarleysi stjórnvalda og þá stöðnun sem við blasir hvarvetna í íslensku samfélagi. Miðstjórnin lýsir fullri ábyrgð á hendur Alþingi sem hefur ekki valdið sínu hlutverki hvorki stjórn né stjórnarandstaða. Miðstjórnin skorar á alþingismenn að láta hagsmuni fólksins í landinu ganga fyrir og lýsi rvantrausti á þá alþingismenn sem spila á efnahagserfiðleika þjóðarinnar sér til framdráttar. Ef ekki næst samstaða á Alþingi á næstu dögum um markvissar aðgerðir til að bregðast við vaxandi erfiðleikum fjölskyldna og fyrirtækja þá verður að stokka upp á nýtt.

Með stöðugleikasáttmálanum lýstu stéttarfélögin og samtök atvinnurekenda því yfir að þau væri reiðubúin að vinna með stjórnvöldum að nýrri sókn í atvinnumálum. Aðgerðaleysi og sundrung á Alþingi  staðfestir  að sáttmálinn er ekki tekinn alvarlega.

Miðstjórnin beinir því til stéttarfélagana í landinu að þau fari að huga að því hvernig hægt sé að knýja fram raunhæfar aðgerðir sem leitt geti þjóðina út úr þeim vanda sem hún er í. Þolinmæðin er á þrotum, tíminn er að renna frá okkur og ef engin raunhæf úrræði koma fram á næstu vikum stefnum við hraðbyri að næsta hruni.

Íslendingar  eiga möguleika á  að koma í veg fyrir nýtt hrun og því kallar miðstjórn Samiðnar eftir samstöðu með öllum þeim sem vilja byggja upp  Ísland,  þar sem allir eiga tækifæri, þar sem sameiginlegir hagsmunir eru settir fram fyrir sérhagsmuni, þar sem allir eru látnir axla ábyrgð á gerðum sínum.”

 


Hagspá ASÍ og Icesave

Því hefur verið haldið fram að kreppan verði lengri og dýpri og að lánshæfismat ríkisins stefni í ruslflokk verði ekki gengið frá Icesavemálinu. Kostnaður samfélagsins í glötuðum verðmætum hleypur á tugum milljarða á mánuði. Ríkisstjórnin er ásökuð um athafnaleysi þó í raun sé sárasti vandi hennar sá að samkomulag um uppgjör á Icesave er ófrágengið eftir 17 mánaða þref stjórnmálamanna.  Á það enn að halda áfram?

 

Óviss staða Icesave hamlar endurreins atvinnulífsins hér á landi. Hagdeild ASÍ tekur vægt til orða þegar hún kemst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að „mikil óvissa vegna tafa á lausn Icesave deildunnar og seinagangs í ákvarðanatöku valdi því að batinn í efnahagslífinu er hægari en vonir stóðu til.“ Spáin  gengur út frá því að samningum vegna Icesave ljúki á næstu mánuðum og að efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS gangi eftir. „Þar með verði mikilli óvissu um framvindu efnahagsmála eytt sem auðveldar enduruppbyggingu,“ segir þar.

 

En er þatta raunhæf spá miðað við þá þingsályktunartillögu Hreyfingarinnar og Framsóknarflokksins þess efnis að fjármálaráðherra láti vinna efnahagsáætlun án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og að skilgreindar verði nauðsynlegar aðgerðir til að gera íslenskt hagkerfi óháð aðstoð sjóðsins. Að þessi tillaga komi fram einmitt núna, ber þess ekki vott að samstaða sé meðal stjórnmálaflokka um að semja eigi við Breta og að vilji standi til að ljúka Icesavemálinu strax.  Þvert á móti virðist þingsályktunartillagan vera ávísun á vilja þessara aðila til að halda málinu enn í spennitreyju þrasumræðunnar. Ef það gengur eftir verður annars  lítt uppörvandi hagspá ASÍ að óskadraumi sem við skulum vona að rætist eins dapurleg og hún nú er.

 

Þar segir;

 

 

„Staðan á vinnumarkaði er slæm og fer áfram versnandi á næstu mánuðum. Tafir á endurskipulagningu fyrirtækja orsaka meira atvinnuleysi en áætlað var í haust, auk þess sem á annað þúsund ársverk tapast í ár vegna tafa á stóriðjuframkvæmdum.“  Hagdeildin spáir því að atvinnuleysið verði að meðaltali ríflega 10% í ár og á næsta ári sem jafngildir því að tæplega 17.000 manns verði án atvinnu.

 

Staða heimilanna verður áfram þröng. Kaupmáttur ráðstöfunartekna fer enn minnkandi þrátt fyrir að draga fari úr verðbólgu síðar á þessu ári. „Slæmt atvinnuástand, styttri vinnutími, hækkaðar álögur og lækkun bóta almannatrygginga sem og barna- og vaxtabóta leggjast á eitt um að draga úr ráðstöfunartekjum heimilanna. Breytinga er ekki að vænta fyrr en  birta tekur á vinnumarkaði.“

 

Sjá Hagspá ASÍ á vef sambandsins www.asi.is