Hafa samband

Kjarasamningur samþykktur

Félagsmenn í Starfsgreinasambandi Íslands sem félagið fór með samningsumboð fyrir í nýgerðum kjarasamningi við Samband Íslenskra Sveitarfélaga hafa samþykkt kjarasamninginn sem fyrir lá.

Samningurinn var samþykktur með 89% greiddra atkvæða

Launataflan er hér

 

Á kjörskrá voru alls 2257

Kjörsókn var 32,7%

Já sögðu 89%

Nei sögðu 10%

Auðir og ógildir seðlar 1%

 

AFL Starfsgreinafélag

Á kjörskrá voru alls 391

Kjörsókn var 31,7%

Já sögðu 87,1%

Nei sögðu 12,9%

Auðir og ógildir seðlar 0

 

Aldan stéttarfélag

Á kjörskrá voru alls 144

Kjörsókn var 25,7%

Já sögðu 100%

Nei sögðu 0

Auðir og ógildir seðlar 0

 

Báran stéttarfélag

Á kjörskrá voru alls 111

Kjörsókn var 12%

Já sögðu 92,3%

Nei sögðu 7,7%

Auðir og ógildir seðlar 0

 

Drífandi stéttarfélag

Ekki næg þátttaka til þess að atkvæðagreiðslan teldist gild. Þeir sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn.

 

Eining-Iðja

Á kjörskrá voru alls 960

Kjörsókn var 38,5%

Já sögðu 85,9%

Nei sögðu 13%

Auðir og ógildir seðlar 1,1%

 

Stéttarfélag Vesturlands

Á kjörskrá voru alls 97

Kjörsókn var 34%

Já sögðu 87,9%

Nei sögðu 9,1%

Auðir og ógildir seðlar 3%

 

Stéttarfélagið Samstaða

Á kjörskrá voru alls 151

Kjörsókn var 26%

Já sögðu 95%

Nei sögðu 5%

Auðir og ógildir seðlar 0

 

Verkalýðsfélag Grindavíkur

Á kjörskrá voru alls 26

Kjörsókn var 15,4%

Já sögðu 100%

Nei sögðu 0

Auðir og ógildir seðlar 0

 

Verkalýðsfélag Suðurlands

Á kjörskrá voru alls 132

Kjörsókn var 37,9%

Já sögðu 90%

Nei sögðu 4%

Auðir og ógildir seðlar 6%

 

Verkalýðsfélag Snæfellinga

Á kjörskrá voru alls 22

Kjörsókn var 27%

Já sögðu 83%

Nei sögðu 17%

Auðir og ógildir seðlar 0

 

Verkalýðs og sjómannafélag Bolungarvíkur

Á kjörskrá voru alls 24

Kjörsókn var 16,7%

Já sögðu 100%

Nei sögðu 0

Auðir og ógildir seðlar 0

 

Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis

Á kjörskrá voru alls 7

Kjörsókn var 57,1%

Já sögðu 100%

Nei sögðu

Auðir og ógildir seðlar


Viðræðum frestað

Starfsgreinasambandið og Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að fresta frekari kjaraviðræðum til 10.ágúst þar sem að ekki tókst að koma öllum málum á hreint varðandi frekari viðræður.

Bændasamtökin hafa þó samþykkt að mánaðarlaun landbúnaðarverkamanna hækki um kr. 12.000 frá og með 1. júní 2011.Það er sambærileg hækkun launa og samþykkt var í kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins


Kjarasamningur við sveitarfélögin

Starfsgreinasamband Ísland fyrir hönd aðildarfélaga skrifaði undir nýjan kjarasamning við Launanefnd sveitarfélaga í gærmorgun eftir langar og strangar viðræður.

Samningurinn fer í kynningu í næstu viku en sjá má kynningarbæklinginn hér

 Samningurinn er í takt við þá kjarasamninga sem undirritaðir hafa verið undanfarið og má sjá hann í heild sinni hér


Kjarasamningur við Landssamband Smábátaeigenda

Samninganefnd SGS fyrir hönd aðildarfélaga var rétt í þessu að undirrita kjarasamning við Landssamband Smábátaeigenda.

Samningurinn í heild sinni er hér 


Nýr kjarasamningur við Landsvirkjun samþykktur

Starfsgreinasamband Íslands f.h. aðildarfélaga sinna og Landsvirkjun undirrituðu nýjan kjarasamning í síðustu viku. Samningurinn var kynntur og lagður fyrir félagsmenn til atkvæðagreiðslu á fimmtudag og föstudag.

Á kjörskrá voru 30 manns

Kosningaþátttaka var 57% eða 17 manns

Já sögðu 17 eða 100%

Enginn sagði nei, og engum auðum eða ógildum seðlum var skilað inn.

Samninginn má finna hér


Kjarasamningur samþykktur

Kjarasamningur SGS f.h. aðildarfélaga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs var samþykktur í póstatkvæðagreiðslu.

Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:

Á kjörskrá voru: 1.492 manns

Atkvæði greiddu: 494 eða 33%

Já sögðu: 458 manns eða 92,8%

Nei sögðu: 35 manns eða 7,1%

Auðir og ógildir: 3 seðlar eða 0,1%

Kjarasamningurinn er því samþykktur með miklum meirihluta atkvæða.


Nýr kjarasamningur við Landsvirkjun

Starfsgreinsamabandið fyrir hönd aðildarfélaga sinna og Landsvirkjun hafa undirritað nýjan kjarasamning.

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum og atkvæði greidd um hann í vikunni og niðurstöður kosninganna verða kynntar mánudaginn 27.júní.

Samningurinn er að flestu leyti eins og samningur SGS við SA. Launahækkanir eru sama prósenta og um sömu eingreiðslur er að ræða. Samningur þessi fylgir samningi SA við aðildarfélög ASÍ og gildir frá 22.júní 2011 – 31.janúar 2014 með fyrirvara um gildi kjarasamninga ASÍ og SA.


Nýr kjarasamningur við Flugleiðahótel ehf.

Starfsgreinasamband fyrir hönd eftirtalinna félaga: Stéttarfélag Vesturlands, Stéttarfélagið Samstaða, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Afl-starfsgreinafélag, Verkalýðsfélag Suðurlands og Báran stéttarfélag hefur skrifað undir samning við Flugleiðahótel ehf. vegna sumarhótela þeirra.

Helstu breytingar á kjarasamninunum eru þessar:

Eingreiðsla að upphæð 50.000kr verður greidd út hverjum starfsmanni í fullu starfi sem er við störf í maí og miðast greiðslan við að starfsmaðurinn hafi verið í fullu starfi í mars, apríl og maí. Starfsmenn sem létu af störfum í apríl fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í mars og apríl. Starfsmenn sem hófu störf í apríl eða fyrstu fimm dagana í maí og eru í starfi í maí fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfshlutfall. Greiðslan er greidd út ekki síðar en 1.júlí 2011.

Uppfærsla á launatöflum og hækkun launa á tímabilinu (sjá kjarasamning).

14 ára unglingar fá nú greidd laun sem eru 67% af byrjunarlaunum 18 ára í launaflokki 5 og 15 ára unglingar fá greidd 76% af sama stofni. Við útreikninga launa skal miða laun við það ár sem hlutaðeigandi aldri er náð.

Orlofs og desemberuppbót verða greidd út til viðbótar tímakaupi í dagvinnu. Þannig verður orlofsuppbót 14,94kr á klukkustund 2011 og desemberuppbót 35,44kr. Þær hækka fyrir árin 2012 og 2013.

Samningurr þessi gildir frá 22.júní 2011 – 31.janúar 2014 svo framarlega sem kjarasamningar SA og aðildarsamtaka ASÍ verði samþykktur. Samningur þessi fylgir samningum SA við ASÍ og fellur úr gildi ef þeir samningar verða ekki framlengdir 31.janúar 2012.

Starfsgreinasamband Íslands

 


Sýnum ábyrga afstöðu og greiðum atkvæði!

Kæru félagsmenn

Við minnum á að á morgun, miðvikudaginn 15.júní, er síðasti séns að póstleggja atkvæði sitt í kosningunni um kjarasamning SGS f.h. aðildarfélaga við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Atkvæðaseðlar skulu hafa borist fyrir kl 16:00 þriðjudaginn 21.júní 2011

 

Látið ykkur málið varða, takið afstöðu og kjósið!

 

Kveðja,

Starfsgreinasamband Íslands


Slitnað upp úr kjaraviðræðum milli Starfsgreinasambands Íslands og sveitarfélaganna

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands og Flóafélaganna sleit á sjöunda tímanum í kvöld viðræðum sínum við Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga. Samningar hafa verið lausir frá 1.desember 2010 og hafa viðræður um nýjan kjarasamning staðið yfir með hléum frá áramótum. Deilur standa milli aðila um launatöflu sem sveitarfélögin hafa boðið og leggja ofuráherslu á að ná fram.

Fjölmennasti hópur starfsmanna innan  SGS- félaganna sem starfar hjá sveitarféögunum  starfa í leik- og grunnskólum. Nýja launataflan væri að færa þessum hópum starfsmanna kr. 20.158 á sama samningstíma  og launafólk á almennum markaði  væri að fá kr. 34.000 (31. jan.  2014). Sveitarfélögin leggja áherslu á að semja til loka september 2014 og þá væru þessir starfsmenn búnir  að fá tæpar 27 þúsund kr. í hækkun. Þá vantar um 84 þúsund krónur á  ársgrundvelli upp  á laun þessara starfsmanna,  miðað við þær launahækkanir sem almennt hefur verið samið um í samfélaginu.

Samninganefndir  SGS og Flóans hafa algjörlega hafnað þessari framsetningu  gera þá kröfu að Samband íslenskra sveitarfélaga fari sömu leið og Reykjavíkurborg hefur gert gagnvart sínum viðsemjendum.

Signý Jóhannesdóttir

Sviðstjóri opinberra starfsmanna innan SGS


Síða 3 Af 6Fyrst...234...Síðast