Hafa samband

Nýr kjarasamningur fyrir beitningarmenn

Starfsgreinasamband Íslands og Landssamband Smábátaeigenda hafa undirritað nýjan kjarasamning vegna starfsmanna sem vinna við uppstokkun eða beitningu í landi. Samningurinn gildir jafnframt fyrir starfsmenn sem starfa við netavinnu.


Vel heppnuðum fræðsludögum lokið

Fyrr í dag lauk vel heppnuðum fræðsludögum sem Starfsgreinasambandið stóð fyrir. Viðburðinn sótti starfsfólk sem starfar á skrifstofum aðildarfélaga SGS, en alls mættu 22 fulltrúar frá 10 félögum. Dagskráin hófst um hádegisbil í gær með gagnlegu námskeiði frá Þekkingarmiðlun. Á námskeiðinu, sem bar fyrirsögnina “Að eiga við pirring og óánægju”, fór leiðbeinandinn Eyþór Eðvarðsson yfir ýmis erfið mál og aðstæður sem geta komið upp í daglegu starfi stéttarfélaganna. Dagskráin hélt svo áfram í morgun með erindum frá Vinnueftirlitinu um Vinnuvernd og líkamsbeitingu og afar fróðlegu erindi sagnfræðingsins Magnús Sveins Helgasonar, en í erindi sínu fjallaði Magnús um sögu verkalýðsbaráttunnar og annarra fjöldahreyfinga. Tímanum eftir það var svo að mestu varið í að kynna nýjan innri vef Starfsgreinasambandsins og sem og kynna starfsemi og verkefni SGS fyrir gestum.https://www.sgs.is/wp-includes/js/tinymce/plugins/wordpress/img/trans.gif


Nýr kjarasamningur við Bændasamtök Íslands vegna starfsfólks í landbúnaði

Þann 18. mars 2014 var undirritaður nýr kjarasamningur fyrir starfsfólk sem vinnur almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Auk þess falla ráðskonur/matráðar á bændabýlum undir samninginn. Starfsmenn, sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl geta einnig fallið undir gildissvið samningsins enda sé það samþykkt af hálfu viðkomandi stéttarfélags.


Breytingar á framlagi í starfsmenntasjóð

Með kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands, vegna aðildarfélaga, sem gildir frá 1. janúar 2014, var samið um hækkun á greiðslu atvinnurekenda í starfsmenntasjóði. Frá 1. janúar 2014 greiða atvinnurekendur 0,3% í starfsmenntasjóð og renna geiðslur til Landsmenntar external link icon (fræðslusjóðs Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni) og Starfsafls external link icon (starfsmennt Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins).


Fleiri kjarasamningar undirritaðir á næstunni

Um þessar mundir undirbýr SGS undirritun á nokkrum kjarasamningum, sem sambandið hefur umboð fyrir sín aðildarfélög.


Verkfall framhaldsskólakennara

Nýlega samþykktu kennarar í ríkisreknum framhaldsskólum landsins að fara í verkfall 17. mars næstkomandi, hafi samningar við þá ekki náðst fyrir þann tíma.

Félagsmenn í aðildarfélögum SGS er að finna innan framhaldsskólanna og mikilvægt er að það launafólk sé upplýst um stöðu sína ef til verkfalls framhaldsskólakennara kemur. Yfirvofandi verkfall tekur aðeins til þeirra sem eru félagar í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum. Verkfallið tekur því ekki til húsvarða, starfsfólks í mötuneytum, starfsfólks við ræstingar eða annarra sem vinna almenn störf í framhaldsskólum. Þeim er þó óheimilt að ganga í störf kennara.


Nýir kauptaxtar

Í kjölfar þess að 13 félög innan SGS samþykktu nýjan kjarasamning sl. föstudag munu nýir kauptaxtar taka gildi í viðkomandi félögum. Taxtarnir gilda frá og með 1. febrúar 2014 til og með 28. febrúar 2015 og gilda þeir fyrir starfsmenn sem starfa á almennum vinnumarkaði. Samkvæmt nýjum kauptöxtum hækka laun um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,8% á sama tíma. Kauptaxtar undir 230.000 kr. á mánuði hækka sérstaklega um jafnvirði eins launaflokks. Þá hækka Orlofs- og desemberuppbætur umtalsvert. Orlofsuppbót miðað við fullt starf á árinu 2014 verður 39.500 kr. og desemberuppbót verður 76.300 kr. miðað við fullt starf á árinu 2014.


Niðurstöður atkvæðagreiðslna vegna sáttatillögu

Talningu atkvæða vegna sáttatillögu ríkissáttasemjara, sem undirrituð var 20. febrúar síðastliðinn, er nú lokið. Af þeim 14 félögum innan SGS sem greiddu atkvæði um tillöguna samþykktu 13 félög hana en eitt þeirra felldi sáttatillöguna – Drífandi í Vestmannaeyjum. Að meðaltali var kjörsókn í aðildarfélögunum 20,3% og sveiflaðist hún talsvert milli félaga, allt frá 7,5% upp í 46,7% kjörsókn.