Hafa samband

Fleiri kjarasamningar undirritaðir á næstunni

Um þessar mundir undirbýr SGS undirritun á nokkrum kjarasamningum, sem sambandið hefur umboð fyrir sín aðildarfélög.


Verkfall framhaldsskólakennara

Nýlega samþykktu kennarar í ríkisreknum framhaldsskólum landsins að fara í verkfall 17. mars næstkomandi, hafi samningar við þá ekki náðst fyrir þann tíma.

Félagsmenn í aðildarfélögum SGS er að finna innan framhaldsskólanna og mikilvægt er að það launafólk sé upplýst um stöðu sína ef til verkfalls framhaldsskólakennara kemur. Yfirvofandi verkfall tekur aðeins til þeirra sem eru félagar í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum. Verkfallið tekur því ekki til húsvarða, starfsfólks í mötuneytum, starfsfólks við ræstingar eða annarra sem vinna almenn störf í framhaldsskólum. Þeim er þó óheimilt að ganga í störf kennara.


Nýir kauptaxtar

Í kjölfar þess að 13 félög innan SGS samþykktu nýjan kjarasamning sl. föstudag munu nýir kauptaxtar taka gildi í viðkomandi félögum. Taxtarnir gilda frá og með 1. febrúar 2014 til og með 28. febrúar 2015 og gilda þeir fyrir starfsmenn sem starfa á almennum vinnumarkaði. Samkvæmt nýjum kauptöxtum hækka laun um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,8% á sama tíma. Kauptaxtar undir 230.000 kr. á mánuði hækka sérstaklega um jafnvirði eins launaflokks. Þá hækka Orlofs- og desemberuppbætur umtalsvert. Orlofsuppbót miðað við fullt starf á árinu 2014 verður 39.500 kr. og desemberuppbót verður 76.300 kr. miðað við fullt starf á árinu 2014.


Niðurstöður atkvæðagreiðslna vegna sáttatillögu

Talningu atkvæða vegna sáttatillögu ríkissáttasemjara, sem undirrituð var 20. febrúar síðastliðinn, er nú lokið. Af þeim 14 félögum innan SGS sem greiddu atkvæði um tillöguna samþykktu 13 félög hana en eitt þeirra felldi sáttatillöguna – Drífandi í Vestmannaeyjum. Að meðaltali var kjörsókn í aðildarfélögunum 20,3% og sveiflaðist hún talsvert milli félaga, allt frá 7,5% upp í 46,7% kjörsókn.


Atvinnuþátttaka mælist 79,3%

Samkvæmt nýjustu vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, sem gerð var í janúar sl, mældist atvinnuþátttaka hér á landi 79,3%. Það þýðir að af þeim 181.700 manns sem voru að jafnaði á vinnumarkaði voru 169.300 af þeim starfandi og 12.300 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuleysi mældist því 6,8%. Atvinnuþátttaka Íslendinga hefur aukist um 0,7% ef miðað er við sama tíma fyrir ári síðan, en  á móti hefur atvinnuleysi aukist um eitt prósentustig.


Upplýsingar um atkvæðagreiðslur

Þau félög sem undirrituðu nýjan kjarasamning í febrúar og leggja hann fyrir félagsmenn í atkvæðagreiðslu eru: Aldan í Skagafirði, Báran í Árborg, Drífandi í Vestmannaeyjum, Efling í Reykjavík, Eining-Iðja í Eyjafirðinum, Framsýn á Húsavík, Samstaða á Blönduósi, Stéttarfélag Vesturlands í Borgarfirðinum, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Hlíf í Hafnarfirði, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Verklaýðsfélag Snæfellinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Umfjöllun um samninginn má nálgast hér:


Allt um kjarasamningana

Í desember sl. voru samningar undirritaðir og samþykktir af þessum félögum: Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Afl-Starfsgreinafélag, Verkalýðsfélag Suðurlands og Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis. Desember-samningarnir fólust í stuttu máli í eftirfarandi atriðum:


13 félög innan SGS hafa undirritað nýjan kjarasamning

Í atkvæðagreiðslu um kjarasamningana sem undirritaðir voru í desember felldu 14 félög af 19 félögum SGS samningana. Þessi félög hafa síðan átt í áframhaldandi viðræðum við SA nokkur saman eða hvert í sínu lagi og hafa þau nú undirritað sáttatillögu ríkissáttasemjara.

Með samningnum fær launafólk þær hækkanir sem um var samið í desember-samningnum, þ.e. einn launaflokk og 8.000 króna hækkun auk 2,8% hækkun á aðra launaliði. Með nýju kjarasamningunum fær launafólk innan SGS að auki samtals 32.300 króna hækkun á desember- og orlofsuppbætur. Desemberuppbót verður þá 73.400 krónur fyrir fullt starf en orlofsuppbót verður 39.500 krónur fyrir fullt starf. Þar sem samningurinn hefur dregist fær launafólk að auki 14.600 króna eingreiðslu í stað launahækkunar í janúar.


Styttist í Nordisk forum

Nú styttist óðum í ráðstefnuna Nordisk forum sem haldin verður í Malmö í byrjun júní. Á ráðstefnunni koma saman konur frá öllum Norðurlöndunum til að ræða jafnréttismál og framtíðina. Í þau tvö skipti sem ráðstefnan hefur verið haldin hafa Íslenskar konur ekki látið sitt eftir liggja. Starfsgreinasambandið hefur tekið saman upplýsingar fyrir áhugasamar konur en konur eru hvattar til að hafa samband við sitt stéttarfélag til að fá nánari upplýsingar. Dagskrá og viðburðir eru kynntir á heimasíðu ráðstefnunnar. Sjáumst í Malmö!


Ályktun formannafundar SGS um ábyrgð atvinnurekenda og hins opinbera

Formannafundur SGS, sem nú stendur yfir, hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun:

Formannafundur Starfsgreinasambandsins lýsir áhyggjum af stöðunni á vinnumarkaði. Stór hluti aðildarfélaga SGS felldi þá samninga sem undirritaðir voru í desember síðastliðnum og engar formlegar viðræður eru hafnar við fulltrúa fjármálaráðuneytisins vegna samninga SGS og ríkisins sem runnu út um síðustu mánaðarmót. Þá brýna aðrir opinberir starfsmenn verkfallsvopnið um þessar mundir og ljóst að ýmislegt þarf að koma til umfram þær kauphækkanir sem samið var um í desember svo friður ríki á vinnumarkaði á komandi mánuðum.


Síða 57 Af 59Fyrst...565758...Síðast