Hafa samband

Niðurstöður atkvæðagreiðslu meðal félaga SGS

Öll 19 aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa nú lokið talningu vegna kjarasamninganna sem undirritaðir voru 21. desember síðastliðinn. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins fór með umboð fyrir 16 þessara félaga en Flóabandalagið (Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis) samdi sér og birti niðurstöður atkvæðagreiðslunnar saman.


5 félög búin að samþykkja, 11 félög hafa fellt

Niðurstöður hafa nú borist í atkvæðagreiðslu um nýja kjarasamninga frá öllum aðildarfélögum sem SGS fór með umboð fyrir. Af þeim 16 félögum sem eru búin að telja samþykktu 5 þeirra samningana en 11 félög felldu þá. Í flestum félögum var viðhöfð póstatkvæðagreiðsla en á nokkrum stöðum var haldinn kjörfundur. Báran á Selfossi var með rafræna kosningu. 


Norðurlöndin taka höndum saman í ferðaþjónustu

Samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum (NU-HRCT) hafa mótað norræna atvinnustefnu í ferðaþjónustu. Í atvinnustefnunni er lögð áhersla á sjálfbærni og samkeppnisstöðu Norðurlandanna, hvernig þau geta unnið saman og kynnt sig sem vænlegari kost fyrir ferðamenn.


Í tilefni umræðu um kjarasamninga

Mikil umræða hefur farið fram í fjölmiðlum og víðar um nýgerða kjarasamninga sem félagsmenn okkar eru þessa dagana að greiða atkvæði um.

Umræða um kjaramál er góð en þó þarf að gæta sanngirni og að fólk geti treyst því að rétt sé farið með. Rétt er að koma því á framfæri að mikil og góð samstaða var innan samninganefndar SGS þegar kröfugerð sambandsins var mótuð. Krafan var að hækka lægstu taxta um 20.000 krónur og önnur laun tækju 7% hækkun.


Verum á verði gagnvart verðhækkunum

Í kjarasamningunum sem undirritaðir voru 21. desember sl. sammæltust atvinnurekendur og launafólk um aðgerðir til að styðja við markmið um aukin kaupmátt, minni verðbólgu og lækkun verðbólguvæntinga í efnahagslífinu. Meðal þeirra er að fyrirtæki og stjórnvöld gæti ýtrasta aðhalds í verðákvörðunum sínum. Um þessar áherslur var samstaða meðal samningaaðila og stjórnvöld tóku undir mikilvægi þeirra.


Kaldar kveðjur frá ríkinu til launafólks

Blekið er ekki þornað af nýgerðum kjarasamningum þegar stjórnvöld senda kaldar kveðjur til launafólks í formi gjaldskrárhækkana. Komugjöld á heilsugæslustöðvar hækkuðu um 15-20% þann 1. janúar síðastliðinn. Rétt fyrir jól var undirritaður kjarasamningur með hógværum launahækkunum en með þeim samningi fylgdi ásetningur um að halda aftur af hækkunum hjá fyrirtækjum og í opinberum gjaldskrám.


Kynningarefni vegna kjarasamninga

Starfsgreinasambandið hefur útbúið kynningarefni vegna kjarasamninganna sem undirritaðir voru 21. desember síðastliðinn. Hér að neðan má nálgast ýtarlegar upplýsingar um samningnana á íslensku sem og upplýsingar á ensku og pólsku.


Nýtt ár og breytt laun

Starfsgreinasamband Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs með þökkum fyrir samfylgdina á liðnu ári. Rétt fyrir jól undirritaði samninganefnd SGS nýja kjarasamninga sem gilda til eins árs. Nú tekur við ferli atkvæðagreiðslu hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins og skal því lokið þann 22. janúar næstkomandi. Samningar taka gildi við undirritun og gilda áfram nema þeir séu felldir í atkvæðagreiðslu. Í meðfylgjandi skjali má sjá nýja kauptaxta, hækkun desember- og orlofsuppbótar, almenna hækkun og svo framvegis.


Sameiginleg markaðsetning Norðurlanda á sameiginlegum ferðamarkaði?

Samtök starfsfólks í ferðaþjónustugreinum, NU HRCT, sendu í gær opið bréf til ríkisstjórna Norðurlandanna þar sem vakin er athygli á milivægi ferðaþjónustunnar og bennt á að Norðurlöndum ber að nota þau tækifæri sem þau ráða yfir til að grípa til öflugrar markaðssetningar Norðurlanda á sameiginlegum ferðamarkaði.
„Miðað við þróun ferðamarkaðar í Evrópu og á heimsvísu hafa Norðurlönd glatað mikilvægu markaðshlutfalli. Samtök launafólks hvetja því ríkisstjórnirnar til að fara yfir þá möguleika sem starfsgreinin hefur til að fjölga atvinnutækifærum og bæta markaðssetningu svo þróunin í þessum efnum verði að minnsta kosti í sama hlutfalli og þróunin annars staðar í Evrópu,” segir m.a. í bréfinu.

Grípa verði til sameiginlegs og norræns átaks, þar sem nýsköpun og sjálfbærni eru lykilatriði segja samtökin og vísa m.a. til þeirra tillagna sem Norræna nýsköpunarmiðstöðin (NICe) hefur lagt fram sem og til yfirlýsingar Ráðherranefndarinnar um Sjálfbæra ferðaþjónustu.

NU HRCT eru samtök stéttarfélaga starfsfólks á hótelum, í veitingahúsum, skyndibitastöðum og ferðaþjónustu í Finnlandi, á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og hefur gildandi kjarasamninga við fulltrúa atvinnurekenda og fyrirtækja í þessum atvinnugreinum. Um er að ræða 7 samtök stéttarfélaga með samtals um 115.000 félagsmenn.

 

 


Síða 57 Af 57Fyrst...555657