Hafa samband

FRÉTTIR

Fræðsla fyrir ungt fólk

Félagsmálaskóli alþýðu (FMA) hefur tekið saman kynningarefni sem er sérstaklega ætlað ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðnum. Kynningin er sett fram á myndrænan og líflegan hátt með aðstoð nýjustu tækni. FMA hefur á undanförnum vikum farið með umrædda kynningu í nokkra af framhaldsskólum landsins þar sem hún hefur hún vakið mikla lukku meðal nemenda. Í kynningunni er m.a. fjallað um helstu réttindi og skyldur launafólks, skyldur atvinnurekenda gagnvart starfsfólki, ráðningarsamninga og launaseðla. Hægt er að horfa á kynninguna hér að neðan og hvetur SGS sem flesta til að gera svo – bæði unga sem aldna.