31. janúar 2019
Mikilvægur áfangi í baráttunni gegn brotastarfsemi
Brotastarfsemi á borð við kennitöluflakk og mansal er óásættanleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. Slík háttsemi hefur alvarleg og víðtæk áhrif fyrir launafólk, atvinnulífið og samfélagið allt og veldur bæði persónulegu og samfélagslegu tjóni. ASÍ og stéttarfélögin hafa á undanförnum árum opinberað margar ljótar sögur af glæpastarfsemi á vinnumarkaði en á sama tíma gagnrýnt andvaraleysi og ótrúl…
23. janúar 2019
Eingreiðsla fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn, sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum, á sérstaka eingreiðslu sem á að greiðast þann 1. febrúar næstkomandi.   Kr. 42.500 hjá sveitarfélögunum Um er að ræða kjarasamningsbundna eingreiðslu sem greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf sem var við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega mið…
23. janúar 2019
Margt í samræmi við kröfugerð SGS í nýjum tillögum um húsnæðismál
Í gær voru kynntar tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Tillögurnar eru í 40 liðum og snúa að fjölmörgum atriðum á húsnæðismarkaðnum. Margar tillögurnar eru í samræmi við kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum, sem samþykkt var 10. október síðastliðinn. Má þar sérstaklega nefna tillögur um betri lánakjör fyrir óhagnaða…
14. janúar 2019
Er fátækt á Íslandi sjálfsögð?
Í blaðagrein sem þingmaðurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar í MBL segir að fátækt á ĺslandi væri lítil í alþjóðlegum samanburði. Í því samhengi var fátækt hér á landi borin saman við fátækt í Svíþjóð og horft aftur til ársins 2014. Má lesa úr orðum þingmannsins að í velferðarríki sé fátækt sjálfsagt og eðlilegt fyrirbæri. Allt frá árinu 2010 hafa stjórnvöld markvisst dregið úr og skorið n…
4. janúar 2019
Stíf fundarhöld framundan
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins fundaði í dag um stöðunna í kjaraviðræðunum og næstu skref. Á fundinum var samþykkt erindi frá Eflingu um áframhaldandi samstarf í undirhópum vegna einstakra starfsgreina í kjarasamningunum. Á fundinum var jafnframt farið ítarlega yfir vinnu næstu vikna og fyrirhuguð fundahöld með SA í næstu viku.