22. desember 2022
Jólakveðja SGS
Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík jól og von um farsæld og ríka samstöðu á nýju ári. Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður lokuð þriðjudaginn 27. desember, að öðru leyti er opnunartími óbreyttur.
19. desember 2022
Nýir kauptaxtar SGS vegna starfa á almennum markaði
Nýir kauptaxtar fyrir þá sem starfa á almenna markaðinum eftir nýsamþykktum kjarasamningi SGS og SA eru komnir á vefinn. Kauptaxtarnir gilda frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.
19. desember 2022
Nýr kjarasamningur samþykktur hjá 17 aðildarfélögum SGS
Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 17 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum.
9. desember 2022
Atkvæðagreiðsla hafin um nýjan kjarasamning
Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins hófst á slaginu kl. 12:00 í dag og stendur til hádegis mánudaginn 19. desember. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða tilkynntar eftir hádegi sama dag.
7. desember 2022
Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA
Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýja upplýsingasíðu þar finna má hinar ýmsu gagnlegu upplýsingar varðandi nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA). Á síðunni er m.a. að finna öll helstu atriði samningsins, glærukynningu, upplýsingar um atkvæðagreiðslu o.fl.