24. febrúar 2022
Ályktun um stjórnarmenn lífeyrissjóða
Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands tekur heilshugar undir áhyggjur aðildarfélaga sambandsins sem hafa með bréfum til Fjármálaeftirlitsins gert alvarlegar athugasemdir varðandi mat á hæfi almennra sjóðfélaga til að gegna stjórnarsetu í stjórnum lífeyrissjóða.
8. febrúar 2022
Vinnuhraði í ræstingu ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaganna
Í kjarasamningum SA og SGS sem gilda frá 1. apríl 2019 var samþykkt sérstök bókun um afköst í tímamældri ákvæðisvinnu og það yrði skipaður sérstakur starfshópur til að skoða afköstin. Í bókuninni var gert ráð fyrir að Ríkissáttasemjari boðaði til fyrsta fundar og verkstýrði viðræðum og átti þessari vinnu að vera lokið í maí 2020.
8. febrúar 2022
Lögbrot að segja upp starfsmanni sökum aldurs
Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði nýlega í máli sem snéri að starfslokum sem voru kærð með vísan til þess að um hafi verið að ræða mismunun á grundvelli aldurs. Ástæðan sem atvinnurekandinn (eða fyrirtækið) gaf fyrir uppsögninni var að starfsmaðurinn hefði náð 67 ára aldri.
2. febrúar 2022
Mannréttindi á vinnustaðnum
Á Íslandi þykja dómar ganga svo skammt þegar kemur að brotum atvinnurekanda gegn kjara- og ráðningarsamningum að verkalýðsfélög kalla eftir því að lögum verði breytt eða önnur sjónarmið lögð til grundvallar. Sem gefur til kynna að réttindi launafólks í ráðningarsamböndum við atvinnurekendur standi höllum fæti. Ör samfélagslegþróun krefst stöðugrar endurskoðunar á túlkunargrundvelli vinnuréttarsambands.
2. febrúar 2022
Fékkst þú launahækkun um mánaðarmótin?
Starfsfólk á almennum vinnumarkaði: Kauptaxtar hækkuðu um kr. 25.000 og almenn mánaðarlaun fyrir fullt starf hækkuðu um kr. 17.250. Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækkuðu um 2,5% á sömu dagsetningu.