13. nóvember 2012
Sænska alþýðusambandið leggur áherslu á hækkun lægstu launa
Samræmd kröfugerð sænska alþýðusambandsins (LO) fyrir kjarasamningslotu næsta árs var kynnt í gær og er áherslan lögð á að hækka laun þeirra lægst launuðu. Krafa sambandsins er eins árs kjarasamningur þar sem mánaðarlaun hækki um 13.300 íslenskar krónur (700 SEK) fyrir allt launafólk sem hefur laun undir 475.000 króna á mánuði (25.000 SEK).  Þeir sem eru með hærri laun fái 2,8% hækkun á laun…
12. nóvember 2012
Evrópskur baráttu- og samstöðudagur verkafólks
Evrópsku verkalýðssamtökin ETUC hafa ákveðið að 14. nóvember 2012 sé evrópskur baráttu- og samstöðudagur verkfólks (European Day of Action and Solidarity). Aðildarfélög samtakanna eru hvött til að sýna samtöðu og stuðning við kröfur verkafólks um fjölgun starfa og aukin félagslegan jöfnuð. Evrópska verkalýðshreyfingin hefur áhyggjur að aukinn niðurskurður í ríkisrekstri leiði til efnahagslegr…
8. nóvember 2012
Staðall fyrir vinnustaðaskírteini
Starfsgreinasamband Íslands vill vekja athygli á að í byrjun september s.l. var gefinn út staðall fyrir útgáfu vinnustaðaskírteina. Í staðlinum er m.a. kveðið á um hvað skírteinin þurfa að uppfylla til að teljast gild.  Í meginatriðum skulu skírteinin vera framleidd úr hörðu efni og á þeim skal koma fram nafn og kennitala bæði atvinnurekanda og starfsmanns og starfsheiti viðkomandi ásamt mynd…
6. nóvember 2012
Stjórnarfundur Norræna byggingar- og tréiðnaðarsambandsins
Í dag hélt Norræna byggingar- og tréiðnaðarsambandið (NBTF) stjórnarfund sinn í Stokkhólmi í Svíþjóð. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, situr í stjórn NBTF fyrir hönd SGS og sat hann fundinn ásamt Drífu Snædal, framkvæmdastjóri SGS, en hún er varamaður í stjórn NBTF. Rafiðnaðarsambandið og Samiðn áttu einnig fulltrúa á fundinum, þá Kristján Þórð Snæbjarnarson formann RSÍ og Finnbjörn A. H…
2. nóvember 2012
Kjarasamningsbrot og svört atvinnustarfsemi skaða ferðaþjónustuna

Á sama tíma og fréttir berast af metfjölda erlendra ferðamanna til Íslands árið 2012 er ástæða til að hafa áhyggjur af fjölgun kjarasamningsbrota og undanskota í ferðaþjónustu. Þessi hegðun sem sést meðal ferðaþjónustu- fyrirtækja setur svartan blett á atvinnugreinina og kemur í veg fyrir að hæft fólk vilji starfa í greininni. Þar að auki  torvelda slík vinnubrögð þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem …

  • 1
  • 2
  • Síðasta