22. september 2014
Verkakvennafélagið Framsókn 100 ára - afmælisráðstefna
Þann 25. október næstkomandi verða liðin 100 ár frá stofnun Verkakvennafélagsins Framsóknar. Í tilefni af 100 ára afmælinu standa Starfsgreinasambandið, Efling stéttarfélag, Alþýðusamband Íslands, Jafnréttisstofa og Kvennasögusafn Íslands fyrir málþingi í Iðnó föstudaginn 10. október kl. 13:00-16:00. Yfirskrift ráðstefnunnar er Verkakonur í fortíð og nútíð. Þar verður sjónum beint að baráttu verka…
17. september 2014
Miðstjórn ASÍ brýnir launafólk fyrir veturinn
Miðstjórnarfundi ASÍ lauk fyrir skemmstu þar sem eftirfarandi ályktun var samþykkt: Miðstjórn ASÍ lýsir yfir miklum vonbrigðum með að ríkisstjórnin velji með fjárlagafrumvarpi sínu fyrir árið 2015 að ráðast enn og aftur gegn hagsmunum launafólks í stað þess að hefja uppbyggingu velferðarkerfisins. Almennt launafólk hefur á síðustu árum tekið á sig miklar byrðar með samdrætti í tekjum, auknum útgjö…
17. september 2014
Þriðja þing ASÍ-UNG vel heppnað
Þriðja þing ASÍ-UNG var haldið 12. september sl. undir yfirskriftinni „Samfélag fyrir alla ... líka unga fólkið“. Þingið sóttu 36 þing- og aukafulltrúar og þar af komu 15 frá félögum innan Starfsgreinasambandsins. Á þinginu fjölluðu Henný Hinz og Ari Eldjárn m.a. um tekjuskiptingu í samfélaginu og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Mikil áhersla var lögð á málefnavinnu á þinginu og skilaði sú…
10. september 2014
Formannafundur afstaðinn
Formenn og varaformenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hittust á tveggja daga fundi á Ísafirði dagana 9. og 10. september. Til umfjöllunar voru hefðbundin mál  og dagskrá vetrarins en auk þess var sérstaklega fjallað um vinnustaðaeftirlit og mansal á vinnumarkaði. Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ fjallaði um verkefni sambandsins og stéttarfélaga í vinnustaðaeftirliti og kom fram…
9. september 2014
Formannafundur SGS mótmælir aukinni misskiptingu
Formannafundur Starfsgreinasambandsins mótmælir harðlega þeirri herferð sem ríkisstjórnin er í gegn atvinnulausum og öðru tekjulágu fólki og birtist í nýju fjárlagafrumvarpi. Skerðing á bótatíma atvinnulausra er afturhvarf til fortíðar. Með hækkun á matarskatti er verið að velta álögum frá tekjuhæsta fólkinu yfir á lágtekjufólk. Formenn og varaformenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem nú f…