3. desember 2022
Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins undirritaður
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. 17 af 19 aðildarfélögum SGS undirrituðu samninginn í húsakynnum ríkissáttasemjara á fimmta tímanum í dag. Um er að ræða svokallaðan skammtímasamning en gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem kjarasamningur á almennum vinnumarkaði gildir frá sama tíma og sá eldri rennur út og í því eru fólgin mikil verðmæti fyrir launafólk.
29. nóvember 2022
Öflugir félagsliðar á fræðsludegi
Um 20 félagsliðar komu saman á fræðsludegi félagsliða sem haldinn var á Fosshótel Reykjavík í síðustu viku. Starfsgreinasamband Íslands og Félag íslenskra félagsliða standa sama fyrir þessum fyrir árlega viðburði sem er fyrir löngu orðinn fastur liður í starfsemi sambandsins.
29. nóvember 2022
Desemberuppbót 2022
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári.
14. nóvember 2022
VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara
Íslenskt atvinnulíf stendur styrkum fótum og staða fyrirtækja hefur sjaldan verið betri. Hvert fyrirtækið á fætur öðru skilaði methagnaði á síðasta ári og allt bendir til þess að árið í ár verði ekki síðra. Útflutningsgreinarnar – undirstöður atvinnulífsins – standa afar vel. Sjávarútvegurinn skilaði tugmilljarða króna hagnaði í fyrra og ferðaþjónustan hefur náð flugi á nýjan leik eftir Covid.
8. nóvember 2022
Fræðsludagur félagsliða haldinn 23. nóvember
Þann 23. nóvember næstkomandi verður hinn árlegi fræðsludagur félagsliða haldinn á Fosshótel í Reykjavík, en þetta er í sjöunda skipti sem fræðsludagurinn er haldinn. Hann var fyrst haldinn á Akureyri haustið 2014 og svo árlega fram til ársins 2019, en hefur hins vegar ekki farið fram síðastliðinn tvö ár vegna Covid.