16. nóvember 2015
Efling og Reykjavíkurborg undirrita nýjan kjarasamning
Efling stéttarfélag skrifaði undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg föstudagskvöldið 13. nóvember síðastliðinn. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Samningurinn felur í sér eftirfarandi launabreytingar:
  • Við upphaf samnings eða 1. maí 2015 hækka launataxtar um 25.000 kr. en þó að lágmarki um 7,7%.
  • Þann 1. júní 2016 hækka launataxtar um 6%.
  • Þann 1. j…
16. nóvember 2015
Ný reglugerð gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur sett nýja reglugerð sem kveður á um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Öllum vinnustöðum verður  skylt að gera áætlun um aðgerðir til að sporna við þessum þáttum og um viðbrögð ef á reynir. Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er öllum vinnustöðum skylt …
13. nóvember 2015
Viðræðum við sveitarfélögin slitið
Viðræðum við Samband Íslenskra sveitarfélaga var slitið í vikunni og deilunni vísað til ríkissáttasemjara. Viðræður hafa staðið yfir í haust en lítið hefur miðað í launamálum. Það vantar sameiginlegan skilning á þeim ramma sem unnið er út frá samkvæmt SALEK-samkomulaginu og að mati samninganefndar Starfsgreinasambandsins skortir samningsvilja hjá samninganefnd sveitarfélaganna. Önnur atriði en la…
5. nóvember 2015
Hótelþernur krefjast góðra starfsskilyrða og vinnuumhverfis
Að ræsta á hótelum fylgir mikil streita og er líkamlega erfitt. Margir eru þar að auki í ótryggu ráðningarsambandi. Þann 4.-11. nóvember 2015 standa samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum fyrir átaki þar sem beint er sjónum að aðstöðu hótelþerna. Kastljósinu er beint að vinnuálagi sem hefur aukist mjög hin síðari ár. Margar hóte…
4. nóvember 2015
Ráðstefna ASÍ um jafnréttismál - eru verðmætin í jafnréttinu falin?
Jafnréttisnefnd ASÍ býður til ráðstefnu 12. nóvember 2015 kl. 10:00 – 16:00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Yfirskrift ráðstefnunnar er Vinnumarkaðurinn og jafnréttisbaráttan - eru verðmætin í jafnréttinu falin? Í ár eru 40 ár frá því að íslenskar konur lögðu niður störf þann 24. október til að sýna fram á mikilvægi   vinnuframlags þeirra og krefjast bættra kjara. 60 ár eru frá því að fyrsta…