19. ágúst 2020
Betri vinnutími - kynningarvefur
Tímamótasamkomulag um styttingu vinnutíma náðist í kjarasamningum opinberra starfsmanna á vormánuðum 2020. Í kjölfarið opnaði Kjara- og mannauðssýsla ríkisins kynningarvef um styttingu vinnutímans undir heitinu betrivinnutími.is.
5. ágúst 2020
Greiðasölusamningur SGS og SA kominn úr prentun
Í dag fékk Starfsgreinasambandið greiðasölusamning SGS og SA úr prentun. Þessi samningur bætist við fjóra aðra en samningur SGS og ríkisins er væntanlegur úr prentun á næstunni.
13. júlí 2020
Skrifstofa SGS lokuð 13.-31. júlí vegna sumarleyfa
Skrifstofa Starfsgreinasambandsins í Guðrúnartúni 1 verður lokuð 13.-31. júlí vegna sumarleyfa. Ef erindið er áríðandi er hægt að hafa samband við starfsmenn SGS í gegnum tölvupóst eða síma.
11. júní 2020
Kjarasamningar SGS komnir úr prentun
Í dag fékk Starfsgreinasambandið í hús glænýtt upplag af prentuðum kjarasamningum. Þeir samningar sem eru komnir úr prentun eru heildarkjarasamningur SGS og SA sem og samningar sambandsins við Samband íslenskra sveitarfélaga, Bændasamtök Íslands og Landssambands smábátaeigenda og Samband smærri útgerða.
20. maí 2020
Enn er byrjað á að reka ræstingarfólk
Á dögunum opinberaði Heilbrigðisstofnun Suðurlands fyrirætlanir sínar um að segja upp ræstingarfólki hjá stofnuninni vegna ,,skipulagsbreytinga“ og bjóða út ræstingar á starfstöðvum í Vestmannaeyjum og á Selfossi. Er hér um afar hefðbunda leið stjórnenda, þ.e. að reka ræstingafólk þegar skera á niður í rekstri.