6. september 2022
Fyrsti viðræðufundur SGS og SA
Fyrr í dag hittust viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins á sínum fyrsta eiginlega viðræðufundi í kjarasamningsviðræðunum sem framundan eru, en núgildandi kjarasamningur SGS og SA rennur út 1. nóvember næstkomandi.
6. september 2022
Formenn funduðu í Reykjavík
Í gær, mánudaginn 5. september, boðaði Starfsgreinasambandið til formannaundar á Hótel Reykjavík Natura. Um var að ræða útvíkkaðan fund, þ.e.a.s. til fundarins voru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS auk eins fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi.
27. júlí 2022
Björg Bjarnadóttir ráðin framkvæmdastjóri SGS
Björg Bjarnadóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og mun hún hefja störf 1. október næstkomandi.
30. júní 2022
SGS auglýsir eftir framkvæmdastjóra
Starfsgreinasamband Íslands óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf framkvæmdastjóra. Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi starf.
22. júní 2022
SGS afhendir SA kröfugerð sína
Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands afhenti í dag fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð SGS vegna kjarasamninga á almennum markaði, sem verða lausir 1. nóvember næstkomandi. Á fundinum var rætt um fyrirkomulag komandi viðræðna og þau úrlausnarefni sem liggja fyrir samningsaðilum. Gert er ráð fyrir að formlegar viðræður byrji um miðjan ágúst og voru aðilar sammála um að ganga skipulega til verks. Hér að neðan eru nokkur meginatriði úr kröfugerð sambandsins.