9. ágúst 2012
Kaup og kjör í landbúnaði
Í september 2011 undirrituðu Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtök Íslands sér kjarasamning sem gildir 1. júní 2011 til 31. janúar 2014. SGS vill benda á að umræddur kjarasamningur hefur lagalegt gildi varðandi lágmarkslaun í þeim störfum sem samningurinn fjallar um og á það einnig við um þá sem ekki eiga aðild að stéttarfélagi. Jafnframt skal bent á að lög nr. 55/1980, um starfskjör lau…
7. ágúst 2012
Fjölmargar umsóknir um starf framkvæmdastjóra
Starfsgreinasambandinu bárust 33 umsóknir um starf framkvæmdastjóra, en umsóknarfrestur rann út á miðnætti þann 6. ágúst. Á næstu vikum verður farið yfir umsóknirnar og rætt við mögulega kandidata. Ætlunin er að ráðningarferlinu verði lokið fyrir lok þessa mánaðar og vonandi verður hægt að tilkynna um nafn á nýjum framkvæmdastjóra í byrjun september.
25. júní 2012
Auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra
Starfsgreinasamband Íslands leitar eftir nýjum framkvæmdastjóra. Núverandi framkvæmdastjóri, Kristján Bragason, tók starfið að sér tímabundið með það að markmiði að endurskipuleggja starfsemi og rekstur SGS. Nú þegar þeirri vinnu er lokið og þing SGS hefur samþykkt ný lög og reglugerðir varðandi starfsemina, sem og nýja starfs- og fjárhagsáætlun til næstu tveggja ára er kominn tími til að leita…
11. júní 2012
Formannafundur SGS haldinn s.l. föstudag
Formannafundur Starfsgreinasambandsins var haldinn í húsakynnum Gamla  Kaupfélagsins á Akranesi síðastliðinn föstudag. Fundinn sátu formenn 19 aðildarfélaga sambandsins eða fulltrúar þeirra. Fundurinn hófst á því að formenn gáfu stutta munnlega skýrslu yfir helstu verkefni sem þeirra félög eru að vinna að um þessar mundir. Í kjölfarið voru ýmis mál tekin til umræðu, þ.á.m. ársreikningur SGS o…
5. júní 2012
SGS mótmælir aðgerðum LÍÚ harðlega
Starfsgreinasamband Íslands mótmælir harðlega aðgerðum LÍÚ um að hvetja sína félagsmenn til þess að halda fiskiskipaflotanum í landi um óákveðinn tíma til að knýja á um viðræður við stjórnvöld um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjald. Í huga SGS er um ólögmætar aðgerðir að ræða þar sem þær fela í sér brot á 17.gr. laga nr. 80/1983 um stéttarfélög og vinnudeilur. Það er mikil hæ…