23. október 2015
Launavísitalan hefur hækkað um 8,2% sl. 12 mánuði
Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar hækkaði launavísitalan í september 2015 um 1,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,2%. Þá hækkaði kaupmáttur launa um 1,6% frá fyrri mánuði og hefur vísitala kaupmáttar launa því hækkað um 6,2% síðustu tólf mánuði. Nánar á vef Hagstofunnar. Um launa- og kaupmáttarvísitölu Launavísitala er verðvísitala sem byggir á gögnum ú…
22. október 2015
Atvinnuleysi mældist 3,8% í september
Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 188.400 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í september 2015, sem jafngildir 81,4% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 181.300 starfandi og 7.100 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,4% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,8%. Samanburður mælinga fyrir september 2014 og 2015 sýnir að atvinnuþátttak…
19. október 2015
Atkvæðagreiðsla um nýjan samning við ríkið
Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við ríkið  hefst kl. 09:00 miðvikudaginn 21. október og stendur til miðnættis fimmtudaginn 29. október nk. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar daginn eftir. Atkvæðagreiðslan verður með rafrænum hætti og eru allir félagsmenn sem starfa eftir samningi SGS við ríkið á kjörskrá. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kosið á skrifstofum síns félags. Til…
16. október 2015
Samningur við Landsvirkjun samþykktur
Kjarasamningur Starfsgreinasambandsins og Landsvirkjunar sem undirritaður var 24. september síðastliðinn var samþykktur með 96% greiddra atkvæða. Samningurinn var lagður fyrir í póstatkvæðagreiðslu og lauk henni 16. október 2015. 23 starfsmenn voru á kjörskrá og kusu 17 af þeim, sem sagt 74% kjörsókn. Já sögðu 16 og nei sagði einn. Samningurinn telst því samþykktur og gildir hann afturvirkt frá 1.…
15. október 2015
Fimmta þingi SGS lokið
Fimmta þingi Starfsgreinasambands Íslands er nú lokið. Samþykktar voru þrjár ályktanir; um atvinnumál, húsnæðismál og kjaramál. Starfsáætlun SGS til næstu tveggja ára var samþykkt sem og ársreikningar fyrir árin 2013 og 2014. Auk þess samþykkti þingið breytingar á lögum og þingsköpum sambandsins. Þá sá þingið ástæðu til þess að samþykkja tvær yfirlýsingar, annars vegar stuðningsyfirlýsingu við bar…