13 félög innan SGS hafa undirritað nýjan kjarasamning

Í atkvæðagreiðslu um kjarasamningana sem undirritaðir voru í desember felldu 14 félög af 19 félögum SGS samningana. Þessi félög hafa síðan átt í áframhaldandi viðræðum við SA nokkur saman eða hvert í sínu lagi og hafa þau nú undirritað sáttatillögu ríkissáttasemjara. Með samningnum fær launafólk þær hækkanir sem um var samið í desember-samningnum, þ.e. einn launaflokk og 8.000 króna hækkun auk 2,8% hækkun á aðra launaliði. Með nýju kjarasamningunum fær launafólk innan SGS að auki samtals 32.300 króna hækkun á desember- og orlofsuppbætur. Desemberuppbót verður þá 73.400 krónur fyrir fullt starf en orlofsuppbót verður 39.500 krónur fyrir fullt starf. Þar sem samningurinn hefur dregist fær launafólk að auki 14.600 króna eingreiðslu í stað launahækkunar í janúar. Með samningunum fylgir einnig bókum um að fara sérstaklega yfir þróun verðlags á fatnaði sem notaður er í fiskvinnslu og leggja til breytingu á fatapeningum ef ástæða er til fyrir 1. maí næstkomandi. Samningurinn tekur gildi 1. febrúar 2014 og gildir til 28. febrúar 2015 og skal vera búið að greiða atkvæði um hann þann 7. mars næstkomandi. Þau félög sem undirrituðu samninginn eru: Eining-Iðja, Báran stéttarfélag, Aldan stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Flóabandalagið (þ.e. Efling, Hlíf og Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis), Framsýn stéttarfélag, Verkalýðsfélag Þórshafnar og Drífandi í Vestmannaeyjum. Verkalýðsfélag Akraness undirritaði ekki sáttatillöguna.[hr toTop="false" /]
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag