23 daga átak ITUC gegn kynbundnu ofbeldi

Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur að 35% kvenna yfir 15 ára aldri, alls 818 milljónir kvenna í heiminum öllum, hafi upplifað kynferðislegt ofbeldi, heimilisofbeldi eða ofbeldi á vinnustað. Þetta er óásættanleg staða og því hefur Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) blásið til 23 daga átaks til að vekja athygli á málinu. Herferðin Það verða engin sómasamleg störf til þar sem ofbeldi þrífst á vinnustað. Þrátt fyrir það eru ekki til lög á alþjóðlegum grunni sem uppræta ofbeldi og áreitni að neinu marki. Kynbundið ofbeldi er enn í dag eitt algengasta form mannréttindabrota sem látið er viðgangast. Það þarf að breytast og vitundarvakning um stöðu mála er fyrsta skrefið. Í júní næst komandi verður haldið þing Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO) þar sem baráttan gegn kynbundnu ofbeldi verður sett á oddinn. Markmiðið með herferð ITUC er að:
  • Byggja upp móralskan stuðning fyrir þing Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO) þar sem ofbeldi á vinnustað verður til umfjöllunar með áherslu á kynbundið ofbeldi.
  • Styðja stéttarfélög í því að útrýma kynbundnu ofbeldi af vinnustöðum í þeirra nærumhverfi.
Það eru aðeins nokkrir mánuðir til stefnu til að sannfæra ríkisstjórnir heimsins að styðja bindandi tillögu sem vonandi verður samþykkt á ILO-þinginu um að ráðist verði að því meini sem kynbundið ofbeldi er í eitt skipti fyrir öll. Herferðin hefst í dag, 14. febrúar með svokölluðum V-degi sem snýst um baráttuna gegn ofbeldi gegn konum og stúlkum, og því líkur þann 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Nánar má lesa um átakið hér: https://www.ituc-csi.org/23days
  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)