2,5% atvinnuleysi í ágúst

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 200.800 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í ágúst 2017, sem jafngildir 83,1% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 195.800 starfandi og 5.000 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 81% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,5%. Samanburður mælinga fyrir ágúst 2016 og 2017 sýna að atvinnuþátttaka dróst saman um 2,3 prósentustig úr 85,3% í ágúst 2016. Fjöldi starfandi er nánast alveg sá sami í fjölda talið en hlutfall starfandi af mannfjölda minnkaði um 1,9 stig. Atvinnulausir voru þó 800 færri en í ágúst 2016 þegar hlutfallið var 2,9%. Þeir sem standa utan vinnumarkaðar samkvæmt mælingunni eru 40.900 sem er um 6.300 fleiri en í ágúst 2016 en þá voru þeir 34.600. Lesa má nánar um framkvæmd og aðferð rannsóknarinnar á vef Hagstofunnar.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag