41. þing Alþýðusambands Íslands

41. þing Alþýðusambands Íslands hefst á morgun (miðvikudag) á Hilton Reykjavik Nordica og stendur yfir í þrjá daga. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er Samfélag fyrir alla - jöfnuður og jöfn tækifæri. Á þingið mæta tæplega þrjú hundruð fulltrúar launafólks af öllu landinu til að móta heildarsamtökunum stefnu og starfsáætlun og velja þeim forystu. Á þinginu verða tillögur að breytingum á lögum ASÍ teknar til umfjöllunar, skýrsla forseta ASÍ verður kynnt, ályktanir samdar, ásamt fleiri dagskrárliðum. Seturétt á þingi ASÍ eiga samtals 290 þingfulltrúar og er þeim skipt milli aðildarfélaga með beina aðild og sambanda í hlutfalli við fjölda félagsmanna þeirra. Starfsgreinasambandið mun þ.a.l. eiga 109 fulltrúa á þinginu í ár, sem koma frá 19 aðildarfélögum þess. Nánari upplýsingar um þingið má nálgast hér.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag