46. þing ASÍ sett í dag

Þing Alþýðusambands Íslands var sett í morgun, í 46. sinn, undir yfirskriftinni Sterk hreyfing, sterkt samfélag. Meiri hluti þessa fyrsta þingdags var opinn gestum og boðið upp á fjölda fyrirlestra, erinda og pallborða tengd þeim málefnum sem munu svo verða til umfjöllunar á þinginu næstu daga.

Málefnahópar þingsins verða einkum þrír:

Auðlindir í þágu þjóðar – varðstaða um sameignir þjóðarinnar
Þjónusta í þágu almennings - krafa um bætt aðgengi - horfið frá einkavæðingu
Samkeppni í þágu samfélags – spornað gegn fákeppni og einokun

Þingið sitja 71 fulltrúi aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og er þeim óskað góðs gengis í þeirri vinnu sem framundan er næstu daga. Nánari upplýsingar er að finna á þingvef ASÍ.

  1. 11/22/2024 2:16:19 PM Desemberuppbót 2024 - nýjar reiknivélar
  2. 11/21/2024 2:32:56 PM Kjaramálafulltrúar komu saman á fræðsludegi
  3. 11/6/2024 2:29:58 PM Breytingar hjá starfsfólki ríkis og sveitarfélaga frá 1. nóv…
  4. 10/18/2024 3:34:22 PM Finnbjörn Hermannsson endurkjörinn forseti ASÍ