8. þing Starfsgreinasambands Íslands

8. þing Starfsgreinasambands Íslands verður sett í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 23. mars næstkomandi, og mun standa yfir í þrjá daga.Þingið er æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára.

Reglulegt þing átti að halda haustið 2021 en því var frestað vegna Covid til vors. Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar, u.þ.b. 52% konur, frá 19 aðildarfélögum sambandsins. 

Dagskrá þingsins verður með nokkuð hefðbundnu sniði en í samræmi  umhverfisstefnu SGS er þingið rafrænt, þ.e.a.s. svo til  engum pappír verður dreift heldur munu gögn þingsins verða aðgengileg á sérstökum þingvef. Þá munu kosningar þingsins sömuleiðis fara fram með rafrænum hætti. 

Kosningar til formanns, varaformanns og framkvæmdarstjórnar fara fram á föstudeginum kl. 10:30. Gert er ráð fyrir að nýr formaður Starfsgreinasambands Íslands slíti þingi kl. 12:00.  

  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag