Aðgerðaráætlun gegn einelti og kynbundnu ofbeldi

Starfsgreinasambandið hefur samþykkt áætlun gegn einelti og kynbundnu áreiti og tekur áætlunin til sambandsins sem vinnustaðar sem og félaglegra þátta. Samkvæmt áætluninni er öllum einstaklingum sem starfa hjá Starfsgreinasambandi Íslands eða taka með öðrum hætti þátt í starfi þess tryggt öruggt umhverfi og virðing. Í því felst að þurfa ekki að þola einelti eða annars konar ofbeldi. Í áætluninni er farið ýtarlega yfir birtngarmyndir eineltis og kynbundins ofbeldis og hvernig bregðast skuli við slíku. Starfsgreinasambandið vill minna á að lögum samkvæmt ber öllum vinnustöðum að setja sér slíka áætlun. Aðgerðaráætlun SGS gegn einelti og kynbundnu ofbeldi (PDF).
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag