Af málþingi SGS um matvælavinnslu og landbúnað

„Innan okkar raða starfa um tíu þúsund manns við matvælavinnslu, mest við fiskvinnslu en á fimmta þúsund félagar okkar starfa við aðra matvælavinnslu. Það er því augljóst að matvælavinnsla sem atvinnugrein á Íslandi skiptir Starfsgreinasambandið miklu máli og við viljum þess vegna taka umræðuna með atvinnurekendum og stjórnvöldum um það hvernig þessi atvinnugrein getur þróast hér á landi," sagði Kristján Gunnarsson formaður SGS í ávarpi sínu á málþinginu sam haldið var á Selfossi í gær. ,,Við viljum að til verði fleiri og verðmeiri störf sem séu einnig í stakk búin til að greiða ásættanleg laun,“ sagði Kristján ennfremur, en málþingið leitaðist við að svara spurningum um það hvers virði íslenskur landbúnaður er í atvinnusköpun á Íslandi og hvað þurfi til að fjölga störfum í greininni og gera þau verðmeiri. Í Evrópu tala menn um Social Dialog, það sem kalla mætti á íslensku samvirkni hagsmunaaðila og stjórnvalda til þess að ná árangri og meiri skilvirkni, öllum til góðs. Við þurfum svona umræðuvettvang til að þróa málin áfram. Þingið var liður í þeirri umræðu. Landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, távarpaði fundinn og ræddi m.a. stöðu greinarinnar, matvælaöryggi og ESB umræðuna, sem fleiri frummælendur komu einnig inná. „Hvort sem við göngum í ESB eða ekki er umræðan um íslenskan landbúnað, matvælaöryggið og mikilvægi landbúnaðar fyrir byggð í landinu og til að mynda ferðaþjónustuna, stöðugt á dagskrá. Að þeirri umræðu viljum við koma, m.a. með málþingi eins og þessu, sagði formaður Starfsgreinasambandsins. En það voru fleiri en við sem hafa skoðun á landbúnaði. Þar fara fremst í flokki íslensku bændasamtökin og formaður þeirra, Haraldur Benediktsson var með innlegg en glærur hans og annarra má sjá hér að neðan. Vísindasamfélagið varð líka að vera með á þinginu. Þau Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís reifaði hugmyndir um nýsköpun og markaðssetningu og Sigurður Jóhannsson frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, nálgaðist umræðnua frá sjónarmiðum hagfræðinnar. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri SGS ræddi stefnumörkun sambandsins í landbúnaði og ferðaþjónustu og tengdi saman hagsmuni okkar félagasmanna í þessum greinum og mikilvægi greinanna hverja fyrir aðra. Gróðurhúsabændurnir Georg Ottósson og Knútur Rafn Ármann lýstu sínum sóknarfærum auk þess sem þeir lögðu til hráefni í hádegisverð, bragða af landbúnaði, sem þátttakendur lofuðu. Halldóra Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri og sviðstjóri matvælasviðs SGS stýrði málþinginu sem rúmlega fjörutíu þátttakendur sóttu víða að, en öskuryk hamlaði för norðanmanna í flug og minnti þannig á umhverfi landbúnaðarins í landi elds og ísa. Glæru frummælanda má sjá hér: Dagskrá málþingsins Ávarp Kristján Gunnarsson Haraldur Benediktsson Sjöfn Sigurgísladóttir Sigurður Jóhannsson Skúli Thoroddsen Georg Ottósson Knútur Rafn Ármann
  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)