Ískaldar kveðjur til starfsmanna Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands

Enn og aftur eru það starfsmenn í ræstingu og nú einnig í þvottahúsi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) sem verða fyrir barðinu á uppsögnum vegna „hagræðingar“. Afl starfsgreinafélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag og Verkalýðsfélag Suðurlands mótmæla fyrirhuguðum uppsögnum á ræstingafólki og starfsmönnum í þvottahúsi hjá HSU. Réttindi og kjör þeirra starfsmanna sem munu verða ráðnir í þessi störf munu verða lakari en hjá þeim starfsmönnum sem hafa gengt þeim til þessa. Starfsmönnum var tilkynnt í framhaldinu að ekki væri óskað eftir starfsumsóknum frá þeim hjá nýjum atvinnurekanda!

Á vef ríkiskaupa þann 19.02 2021 kemur fram að árangursríkt útboð HSU  á ræstingu hafi átt sér stað, þar sem kemur fram að kostnaður er langt undir kostnaðaráætlun.

https://www.rikiskaup.is/is/moya/news/arangursrikt-utbod-raesting-hsu

Hljómar þessi frétt eins og dæmalaus siguryfirlýsing um að tekist hafi að lækka launakostnað starfsfólks, sem er á algjörum lágmarkstöxtum við erfiða vinnu.

Þetta eru kaldar kveðjur frá yfirstjórn stofnunarinnar og vægast sagt lítilsvirðing fyrir störfum þessa hóps sem hafa ekki síður verið í framlínunni sérstaklega á tímum þessarar farsóttar.

Stéttarfélögin skora á stjórn stofnunarinnar að hætta við fyrirhugaðar uppsagnir og um leið aðför að  þessum störfum. Sýnum störfum jafna virðingu.

 

 

  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag