Annasamur vetur framundan

Starfsgreinasamband Íslands hefur að undanförnu skipulagt vetrarstarfið, en ljóst er að verkefnin sem bíða eru bæði mörg og krefjandi. Þar mun eðli málsins samkvæmt mæða mest á gerð nýrra kjarasamninga, en kjarasamningar SGS og Samtaka atvinnulífsins verða lausir þann 28. febrúar næstkomandi, sem og allir sérkjarasamningar sambandins. Þá renna samningar SGS við ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga út 30. apríl 2015. Formleg vinna við gerð nýrra samninga hefst í þessari viku þegar samninganefnd SGS kemur saman og fundar. Þó svo að kjaramálin komi til með að verða áberandi í vetur þá eru fjölmörg önnur verkefni á borði sambandins. Þar má helst nefna nokkrar áhugaverðar ráðstefnur og námskeið sem sambandið hyggst standa fyrir. Á haustdögum mun SGS halda fræðsludaga fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandins, en álíka fræðsludagar voru haldnir síðastliðið vor við góðar undirtektir. Í október mun SGS standa fyrir fundi með félagsliðum og í nóvember verður haldið námskeið um starfsmatskerfið fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa stéttarfélaganna. Þá má nefna að í apríl næstkomandi mun sambandið standa fyrir norrænni ráðstefnu í samstarfi við samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum, en umfjöllunarefni ráðstefnunnar verður staðalmyndir og kynferðislega áreitni í ferðaþjónustu.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag