At­vinnu­leysi aldrei mælst lægra frá upp­hafi mæl­inga

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 201.900 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í júlí 2017, sem jafngildir 83,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 199.800 starfandi og 2.100 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 82,5% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 1%, sem er lægsta mæling frá því að samfelldar mælingar Hagstofunnar hófust árið 2003. Samanburður mælinga fyrir júlí 2016 og 2017 sýna að atvinnuþátttaka dróst saman um 2,5 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 1.900 manns en hlutfall starfandi af mannfjölda minnkaði um 1,6 stig. Atvinnulausir eru nú 2.000 færri en í júlí 2016 og hlutfallið þá var 2%. Þeir sem standa utan vinnumarkaðar samkvæmt mælingunni eru 40.400 sem er um 6.900 fleiri en í júlí 2016 en þá voru þeir 33.500. Lesa má nánar um framkvæmd og aðferð rannsóknarinnar á vef Hagstofunnar.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag