Atvinnuleysi 2,2% á þriðja ársfjórðungi

Á þriðja ársfjórðungi 2018 voru að jafnaði 206.700 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 202.200 starfandi og 4.500 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka var 82,4%, hlutfall starfandi 80,6% en atvinnulausra 2,2%. Atvinnulausar konur voru 2.200 og var atvinnuleysi á meðal kvenna 2,3%. Atvinnulausir karlar voru 2.300 eða 2,0%. Atvinnuleysi var 2,5% á höfuðborgarsvæðinu og 1,5% utan þess. Samanborið við þriðja ársfjórðung 2017 fjölgaði starfandi fólki um 7.900 og hlutfall starfandi af mannfjölda jókst um 0,4 prósentustig. Fjöldi atvinnulausra jókst lítillega á milli ára eða rétt um 200 manns en hlutfall þeirra af vinnuafli stóð í stað. Vinnutími Á þriðja ársfjórðungi 2018 voru að jafnaði 167.400 manns við vinnu í hverri viku ársfjórðungsins eða 82,8% starfandi fólks og 66,7% af heildarmannfjölda 16–74 ára. Meðalfjöldi heildarvinnustunda á viku voru 41,1 klukkustund hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 45,3 klukkustundir hjá þeim sem voru í fullu starfi og 25,0 klukkustundir hjá þeim sem voru í hlutastarfi. Heimild: Hagstofa Íslands
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag