Atvinnuþátttaka 81,2%

Samkvæmt nýútkomnum Hagtíðindum Hagstofu Íslands um vinnumarkaðinn var atvinnuþátttaka hér á landi 81,2% á þriðja ársfjórðungi ársins 2012, sem jafngildir því að 181.900 manns hafi verið á vinnumarkaði að jafnaði á tímabilinu. Af þeim voru 172.700 starfandi en 9.200 án vinnu og í atvinnuleit. Ef atvinnuþátttakan er borin saman við sama tímabil árið 2011 þá er um að ræða fækkun upp á  1,6%, eða um 700 manns.

Hægt er að nálgast ýtarlegri upplýsingar um stöðuna á vinnumarkaði á 3. ársfjórðungi 2012 á vefsíðu Hagstofunnar.
  1. 11/12/2025 10:28:33 AM Auknar líkur á atvinnuleysi út árið 2027
  2. 10/24/2025 10:18:48 AM Stofnanasamningur undirritaður við Náttúruverndarstofnun og…
  3. 10/23/2025 1:50:21 PM Kvennaverkfall um land allt
  4. 10/13/2025 12:28:50 PM Stefnan skýr til næstu tveggja ára