Barátta hótel- og veitingastarfsfólks í Noregi skilaði árangri

Nýlega átti hótel- og veitingastarfsfólk í Noregi og stéttarfélög þess í hörðum átökum við viðsemjendur sína vegna kröfu um hækkun lægstu launa. Eftir fjögurra vikna verkfall náðist loks samkomulag milli aðila um samningsrétt, hækkun launa og sérstaka hækkun lægstu launa. Samkomulagið var undirritað 21. maí síðastliðinn og var það í framhaldinu samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Það er mál manna að stuðningur almennings og systrafélaga við kröfur starfsfólksins í ferðaþjónustunni hafi skipt miklu máli í baráttunni. Verkföllin voru afar víðtæk, en þau náðu til samtals 7.000 starfsmanna á um 800 hótelum víðs vegar um Noreg.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag