Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur 1. maí - fjölbreytt dagskrá hjá stéttarfélögunum

Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands boða til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga víða um land á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Dagskráin er að vanda afar fjölbreytt, en nánari dagskrá er auglýst á heimasíðum og fréttabréfum félaganna.

Í ár eru hundrað á liðin síðar fyrst var gengin kröfuganga á 1. maí á Íslandi og var sú ganga skipulögð af nefnd á vegum fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna. Í þessari fyrstu kröfugöngu voru meðal annars settar fram kröfur um bann við næturvinnu og helgidagavinnu, greiðslu atvinnuleysisbóta og algert áfengisbann. Árið 1966 varð 1. maí lögskipaður frídagur á Íslandi, þ.e. sama ár og ASÍ fagnaði 50 ára afmæli.

SGS hvetur sem flesta til að mæta viðburði félaganna á mánudaginn, fagna áunnum réttindum og brýna sig í áframhaldandi baráttu!

 

  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag