Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur 1. maí - fjölbreytt dagskrá um land allt

Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands boða til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga víða um land á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Dagskráin er að vanda afar fjölbreytt en hér að neðan má sjá viðburði á hverjum stað fyrir sig í stafrófsröð. Nánari dagskrá hefur verið auglýst í fréttabréfum félaganna og á heimasíðum viðkomandi stéttarfélags. Félagar og aðrir eru hvattir til að fjölmenna! Akranes Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn verður hringur á neðri-Skaga. Undirleik í göngu annast Skólahljómsveit Akraness Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40 Fundarstjóri: Vilhjálmur Birgisson Ræðumaður dagsins: Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands Kvennakórinn Ymur syngur nokkur lög Kaffiveitingar Frítt í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00 Akureyri Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið kl. 13:30 og hálftíma síðar verður lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar Hátíðardagskrá í Menningarhúsinu Hofi að lokinni kröfugöngu Hildur Sif Sigurjónsdóttir, leikskólakennari og félagsmaður í KÍ, og Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og SGS, flytja ávörp Hundur í óskilum flytur brot úr sögu verkalýðshreyfingarinnar og Kór Akureyrarkirkju syngur Kaffiveitingar að lokinni dagskrá Blönduós Kaffiveitingar í boði Stéttarfélagsins Samstöðu í félagsheimilinu á Blönduósi kl. 15:00. USAH sér um veitingarnar Skarphéðinn Einarsson og hulduherinn hans  munu sjá um tónlistaratriði Ræðumaður dagsins: Ósk Helgadóttir, varaformaður Framsýnar stéttarfélags Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytur nokkur lög. Stjórnandi: Sveinn Árnason Bíósýning fyrir börnin, góðar veitingar og frábær dagskrá Bolungarvík Dagskráin hefst kl. 14:30 Kaffi og meðlæti í Félagsheimili Bolungarvíkur 7. og 8. bekkur Grunnskóla Bolungarvíkur sér um kaffiveitingar Tónlistarskóli Bolungarvíkur skemmtir með tónlist og söng Hjörtur Traustason Voice stjarna syngur nokkur lög Borgarfjörður eystri Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12:00 Kvenfélagið Eining sér  um veitingar Ræðumaður: Reynir Arnórsson Borgarnes Hátíðar- og baráttufundur hefst í Hjálmakletti kl. 11.00 Dagskrá: Hátíðin sett: Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands Barnakór undir stjórn Steinunnar Árnadóttur syngur nokkur lög Ræða dagsins: Sigurður Bessason formaður Eflingar stéttarfélags og 2. varaforseti ASÍ Alda Dís og Mummi taka lagið Freyjukórinn, Zsuzsanna Budai stjórnar Félögin bjóða samkomugestum í súpu og brauð að fundi loknum. Útskriftarnemar Menntaskólans sjá um veitingarnar. Kvikmyndasýning fyrir börn verður í Óðali kl. 13:30, boðið verður upp á popp og ávaxtasafa Kynnir: Hrefna Ásgeirsdóttir trúnaðarmaður Kjalar Breiðdalsvík Hátíðardagskrá verður á Hótel Bláfelli  kl. 14:00 Kaffiveitingar og tónlistaratriði Ræðumaður: Elva Bára Indriðadóttir Búðardalur Samkoma í Dalabúð hefst kl.14:30 Dagskrá: Kynnir:Kristín G. Ólafsdóttir Ræðumaður dagsins: Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannfélags Reykjavíkurborgar Skemmtiatriði: Halldór Ólafsson (Lolli) trúbador og Valgeir Guðjónsson Stuðmaður Kaffiveitingar Djúpivogur Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð kl. 11:00 Morgunverður og tónlistaratriði Ræðumaður: Grétar Ólafsson Egilsstaðir  Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði kl. 10.00 Morgunverður  og tónlistaratriði Ræðumaður:  Sverrir Mar Albertsson Eskifjörður Hátíðardagskrá verður í Melbæ Félagsheimili eldri borgara kl. 14:00 Félag eldri borgara sér um kaffiveitingar Tónskóli Reyðarfjarðar Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson Fáskrúðsfjörður Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Skrúði kl. 15:00 Kaffiveitingar. 9. bekkur grunnskólans sér um kaffiveitingar Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar Ræðumaður: Lars Jóhann Andrésson Fjallabyggð Dagskrá verður í sal félaganna,  Eyrargötu 24b Siglufirði, milli kl. 14:30 og 17:00 Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna: Margrét Jónsdóttir Kaffiveitingar Grindavík Brúðuleikhús og hoppikastalar fyrir börnin hjá kirkjunni kl. 11:00 Kaffi og meðlæti í Gjánni Grindavík, sem kvenfélagið sér um, frá kl. 15:00–17:00 Magnús Már Jakobsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, býður fólk velkomið og fer með nokkur vel valin orð Grundarfjörður Hátíðardagskrá í Samkomuhúsinu kl.14:30 Kynnir: Bervin Sævar Guðmundson sjómaður Ræðumaður: Valmundur Valmundarson, formaður Sjómannasambands Íslands Karlakórinn Kári flytir nokkur lög Gylfi Örvarsson og Trausti Gunnarsson skemmta Magga Stína og undirleikari flytja nokkur lög Hafnarfjörður Safnast saman fyrir framan Ráðhús Hafnarfjarðar Strandgötu 6 kl. 13:30 Kröfuganga leggur af stað kl. 14:00. Gengið verður upp Reykjavíkurveg, Hverfisgötu, Smyrlahraun, Arnarhraun, Sléttahraun og að Hraunseli við Flatahraun Hátíðarfundur hefst í Hraunseli, Flatahrauni 3 kl. 14:30. Athugið húsið opnar ekki fyrr en kröfugangan kemur í hús Fundastjóri: Jóhanna M. Fleckenstein Ávarp dagsins: Linda Baldursdóttir Varaformaður Verkalýðsfélagsins Hlífar Ræða: Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB Skemmtiatriði: Sólmundur Hólm Kaffihlaðborð í boði stéttafélaganna að fundi loknum Hornafjörður Kröfuganga frá Víkurbraut 4 kl 13:30, takið með ykkur kröfuspjöld Hátíðardagskrá á Hótel Höfn kl. 14:00, kaffiveitingar Lúðrasveit Hornafjarðar, tónlistaratriði Ræðumaður: Grétar Ólafsson Húsavík Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum standa fyrir veglegri hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí kl. 14:00 Dagskrá: Ávarp: Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar, stéttarfélags Söngur: Karlakórinn Hreimur. Stjórnandi Steinþór Þráinsson. Undirleikari Steinunn Halldórsdóttir Hátíðarræða: Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ Söngur og grín: Stefán Jakobsson ásamt Anda Ívarssyni flytja nokkur lög og grínast milli laga. Gamanmál: Gísli Einarsson sjónvarpsmaður og skemmtikraftur Söngur: Friðrik Ómar Hjörleifsson og Jógvan Hansen syngja nokkur þekkt dægurlög eins og þeim einum er lagið Steingrímur Hallgrímsson spilar Internasjónalinn/alþýðusöng verkalýðsins í upphafi samkomunnar og Jóna Matthíasdóttir stjórnar samkomunni Meðan á hátíðarhöldunum stendur verður gestum boðið upp á kaffi og meðlæti í boði stéttarfélaganna Ísafjörður Lagt verður af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu kl. 13:45. Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi. Dagskráin í Edinborgarhúsi: Lúðrasveit tónlistarskólans, stjórnandi Madis Maekalle Ræðumaður dagsins: Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga Söngatriði: Stúlknatríóið HIK syngur nokkur lög Jafnrétti og margbreytileiki: Sædís María Jónatansdóttir áhugakona um jafnréttismál Tónlistaratriði: Sindri Freyr Sveinbjörnsson, Ísland got talent stjarna, spilar og syngur Tónlistaratriði: Blúshljómsveitin Akur flytur nokkur lög Kaffiveitingar í umsjón Slysavarnardeildarinnar Iðunnar í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum Kvikmyndasýningar fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00 Neskaupstaður Hátíðardagskrá verður á Hildibrand hótel kl. 14:00 Tónlistaratriði: Félag harmonikkuunnenda Neskaupstað Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson Reyðarfjörður Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00 9. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar sér um kaffiveitingar Tónskóli Reyðarfjarðar Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir Reykjanesbær Hátíðardagskrá í Stapa Húsið opnar kl. 13:45. Guðmundur Hermannsson leikur létt lög Setning kl. 14:00: Ólafur S. Magnússon, FIT Söngur: Jóhanna Ruth Luna Jose Ræða dagsins: Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR og 1. varaforseti ASÍ Gamanmál: Ólafía Hrönn Jónsdóttir Söngur: Magnús Kjartansson Sönghópur Suðurnesja, stjórnandi Magnús Kjartansson Kynnir: Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og formaður Landssambands ísl. verslunarmanna Börnum boðið á bíósýningu í Sambíói Keflavík kl.13:00 Reykjavík Dagskrá 1. maí hátíðarhaldanna í Reykjavík 2016 verður sem hér segir: Safnast saman á Hlemmi kl. 13:00, en gangan hefst kl. 13:30 Lúðrasveitir leika í göngunni Örræður á leið göngunnar niður Laugaveg Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14:10 Sigtryggur Baldursson og Parabólurnar taka á móti göngunni þegar hún kemur inn á Ingólfstorg Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ flytur ávarp Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands flytur ávarp Samúel Jón Samúelsson Big Band, Sigtryggur Baldursson og Parabólurnar Fundarstjóri: Þórarinn Eyfjörð Fundi slitið um kl. 15:00 Baráttukaffi hjá stéttarfélögunum að fundi loknum. Efling-stéttarfélag býður félagsmönnum sínum upp á kaffi í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Sandgerði Í tilefni af baráttudegi verkafólks 1. maí verður Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis með opið hús að Tjarnargötu 8, húsi félagsins frá kl. 15:00-17:00 Kaffi og meðlæti Selfoss Kröfuganga við undirleik Lúðrasveitar Selfoss kl. 11:00. Félagar úr Sleipni fara fyrir göngunni á hestum. Lagt verður af stað frá húsi stéttarfélaganna Austurvegi 56 og gengið að Hótel Selfossi þar sem hátíðardagskráin verður haldin innandyra. Kynnir: Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, stéttarfélags Ræður dagsins: Hilmar Harðarson formaður Fit og Eva Dögg Einarsdóttir landvörður í Þjóðgarðinum á Þingvöllum Skemmtiatriði: Danshópurinn Flækjufótur á Selfossi sýna línudans. Villi naglbítur syngur og skemmtir. Glæsilegar kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna í Hótel Selfoss. Sérstakt smáréttaborð fyrir börnin. Félagar úr Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna stórglæsilega bíla sína. Teymt undir börnum í Sleipnishöllinni frá kl. 12:30. Seyðisfjörður Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00 8. og 9. bekkir Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði Ræðumaður: Lilja Björk Ívarsdóttir Skagafjörður Hátíðardagskrá 1. maí hefst kl. 15:00 í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Ræðumaður verður Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar,  félags  byggingarmanna. Að venju verður boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð og skemmtiatriði. Að þessu sinni verða það Kvennakórinn Sóldís og nemendur 10.bekkjar Varmahlíðarskóla sem skemmta, auk þess sem Geirmundur Valtýsson mun leika fyrir gesti af sinni alkunnu snilld. Snæfellsbær Dagskrá í Félagsheimilinu Klifi kl. 15:30 Kynnir: Guðmunda Wíum ritari SDS Ræðumaður: Valmundur Valmundarson formaður Sjómannasambands Íslands Karlakórinn Kári Gylfi Örvarsson og Trausti Gunnarsson Magga Stína og undirleikari Kaffiveitingar Sýning eldriborgara Bíósýning kl. 18:00 Stykkishólmur Dagskrá á Hótel Stykkishólmi kl. 13:30 Kynnir: Helga Hafsteinsdóttir, formaður Ræðumaður: Steinunn Magnúsdóttir grunnskólakennari Stykkishólmi Karlakórinn Kári Gylfi Örvarsson og Trausti Gunnarsson Magga Stína og undirleikari Kaffiveitingar Stöðvarfjörður Hátíðardagskrá í Saxa guesthouse kl. 15:00 Kaffiveitingar Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar Ræðumaður: Eva María Sigurðardóttir Suðureyri Kröfuganga frá Brekkukoti kl. 14:00 Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar Kaffiveitingar í Félagsheimili Súgfirðinga Ræða dagsins: Finnbogi Sveinbjörnsson formaður VerkVest Tónlistarflutningur/söngur barna. HIK söngur stúlknatríó Vestmannaeyjar Verkalýðsmessa í Landakirkju kl. 14:00 Baráttufundur og kaffisamsæti í Alþýðuhúsinu í boði stéttarfélaganna í Vestmannaeyjum kl. 15:00 Kristín Valtýsdóttir flytur 1. maí ávarpið Nemendur Tónlistarskóla Vestmannaeyja sjá um tónlistina Kaffisamsæti í boði stéttarfélagana Vopnafjörður Hátíðardagskrá  verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00 Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar Tónlistaratriði Ræðumaður: Gunnar Smári Guðmundsson Þórshöfn Karlakór Akureyrar þenur raddböndin af alkunnri snilld í Þórshafnarkirkju kl. 16:00 Kaffiveitingar í Þórsveri framreiddar af dugnaðarforkunum í kvenfélagi Þórshafnar kl. 17:00 Kynning á Verkalýðsfélaginu og krakkar úr tónlistarskólanum spila Hundur í óskilum slær botninn í samkomuna Allir velkomnir jafnt félagsmenn sem utanfélagsmenn
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag