Baráttudagur verkalýðsins um allt land

Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands boða til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga á 34 stöðum um allt land 1. maí. Dagskráin er jafn fjölbreytt og félögin eru mörg en hér að neðan má sjá viðburði á hverjum stað fyrir sig. Nánari dagskrá hefur verið auglýst í fréttabréfum félaganna og á heimasíðum viðkomandi stéttarfélags. Félagar og aðrir eru hvattir til að mæta, fagna áunnum réttindum og brýna sig í áframhaldandi baráttu!
Akranes: Kröfuganga frá Kirkjubraut 40 kl. 14:00 og baráttufundur að aflokinni kröfugöngu í hátíðarsal félagsins, að Kirkjubraut 40. Ræðumaður er Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri. Akureyri: Kröfuganga frá Alþýðuhúsinu kl. 13:30 og hátíðardagskrá í Hofi að lokinni göngu með kaffiveitingum og happdrætti. Sjá nánar á vefsíðu félagsins - www.ein.is. Árborg: Hátíðarganga kl. 11:00 frá Tryggvatorgi og hátíðardagskrá og kaffiveitingar í kjölfarið. Blönduós: Hátíðardagskrá og kaffiveitingar í boði Samstöðu í Félagsheimilinu á Blönduósi kl. 15:00. Bolungarvík: Hátíðardagskrá í félagsheimili Bolungarvíkur kl. 14:30. Fjölbreytt dagskrá og kaffiveitingar. Borgarfjörður eystri: Hátíðardagskrá verður í félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12:00  Kvenfélagið Eining sér  um veitingar. Ræðumaður: Reynir Arnórsson. Borgarnes: Hátíðar- og baráttufundur verður haldinn í Hjálmakletti klukkan 14:00. Hátíðardagskrá og kaffiveitingar. Breiðdalsvík: Hátíðardagskrá verður  á Hótel Bláfelli frá kl. 14:00. Kaffiveitingar og tónlistaratriði. Ræðumaður: Pálína Margeirsdóttir. Búðardalur: Hátíðar- og baráttufundur verður haldinn í Leifsbúð klukkan 15:00. Hátíðardagskrá og kaffiveitingar. Djúpivogur: Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð  kl. 10:30. Morgunverður og tónlistaratriði. Ræðumaður: Pálína Margeirsdóttir. Egilsstaðir: Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði  kl. 10:00. Morgunverður  og tónlistaratriði. Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson. Eskifjörður: Hátíðardagskrá verður í Melbæ, félagsheimili eldri borgara kl. 14:00. Félag eldri borgara sér um kaffiveitingar. Tónlistaratriði frá Tónskóla Reyðarfjarðar. Ræðumaður: Ragna Hreinsdóttir. Fáskrúðsfjörður: Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar kl. 15:00  Kaffiveitingar og tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir. Fjallabyggð: Hátíðardagskrá og kaffiveitingar í sal félaganna, Eyrargötu 24b kl. 15:00-17:30. Grindavík: Verkalýðsfélag Grindavíkur býður alla velkomna í 1. maí kaffi í verkalýðshúsinu að Víkurbraut 46 frá kl. 14:30 til kl. 17:00. Brúðuleikhús kl. 11:00 í Grindavíkurkirkju og grill og hoppukastalar í kjölfarið. Grundarfjörður: Baráttufundur og hátíðardagskrá í samkomuhúsinu Grundarfirði kl. 14:30. Áslaug Karen Jóhannsdóttir ávarpar fundinn. Boðið verður í bíó í Klifi kl. 16:30. Hafnarfjörður: Kröfuganga frá Ráðhúsinu við Strandgötu kl. 13:30. Verkalýðsfélagið Hlíf býður upp á dagskrá og kaffi á Flatahrauni 3 eftir göngu. Hornafjörður: Hátíðardagskrá á Hótel Höfn frá kl. 14:00. Lúðrasveit Hornafjarðar, kaffiveitingar og tónlistaratriði. Ræðumaður:  Herdís Waage. Húsavík: Hátíðarhöld stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum fara fram í Íþróttahöllinni á Húsavík klukkan 14:00. Sjá nánar á vefsíðu Framsýnar - www.framsyn.is. Ísafjörður: Kröfuganga stéttarfélaganna frá Baldurshúsinu, Pólgötu 2 kl. 14:00. Kaffiveitingar í boði 1. maí nefndar í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum. Kvikmyndasýningar fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00. Neskaupstaður: Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Norðfjarðar kl.14.00.  Félag eldriborgara sér um kaffiveitingar. Ræðumaður: Valgerður Sigurjónsdóttir. Reyðarfjörður: Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00.  9. bekkur sér um kaffiveitingar og Tónskóli Reyðarfjarðar sjá um tónlistaratriði. Ræðumaður: Fanney Jóna Gísladóttir. Reykjanesbær: Hátíðardagskrá og baráttufundur verður haldinn í Stapanum kl. 14. Ræðumaður: Halldór Grönvold. Reykjavík: Kröfuganga frá Hlemmi kl. 13.30. Útifundur á Ingólfstorgi kl. 14.10 og kaffisamsæti í Vodafonehöllinni (Valsheimilinu) eftir það fyrir félagsmenn Eflingar. Sandgerði: Opið hús í húsnæði félagsins að Tjarnargötu 8 kl. 15:00, starfsemin kynnt og boðið upp á kaffi. Sauðárkrókur: Hátíðardagskrá í sal Fjölbrautskóla Norðurlands Vestra klukkan 15:00. Boðið upp á kaffi og skemmtiatriði. Seyðisfjörður: Hátíðardagskrá verður í félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00. 8 og 9 bekkur Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði. Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson. Snæfellsbær: Baráttufundur og hátíðardagskrá á hótelinu í félagsheimilinu Klifi Ólafsvík kl. 13:30. Helga Hafsteinsdóttir ávarpar fundinn. Boðið verður í bíó í Klifi klukkan 16:30. Stykkishólmur: Baráttufundur og hátíðardagskrá á hótelinu í Stykkishólmi kl. 15:00. Kristín Á Guðmundsdóttir ávarpar fundinn. Boðið verður í bíó í Klifi klukkan 16:30. Stöðvarfjörður: Hátíðarkaffi verður í Grunnskóla Stöðvarfjarðar  kl. 15:00  Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Ræðumaður: Þröstur Bjarnason. Suðureyri: Kröfuganga frá Brekkukoti kl. 14:00. Kaffiveitingar og baráttufundur í Félagsheimili Súgfirðinga að því loknu. Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar. Vestmannaeyjar: Baráttufundur og kaffisamsæti í Alþýðuhúsinu í boði stéttarfélaganna í Vestmannaeyjum kl. 14.30. Vopnafjörður: Hátíðardagskrá  verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00. Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar.  Tónlistaratriði til skemmtunar. Ræðumaður: Kristján Magnússon. Þórshöfn: Allir velkomnir í íþróttamiðstöðina milli klukkan 11:00 og 14:00. Frítt í sund, tækjasal og íþróttaaðstöðu. Súpa, brauð og salat í hádeginu.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag