Eining-Iðja veitir SGS umboð til kjarasamninga

Samninganefnd Einingar-Iðju hefur samþykkt að veita Starfsgreinasambandi Íslands umboð til að gera viðræðuáætlun og hefja viðræður við SA, Samband íslenskra sveitarfélaga, fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins, Bændasamtök Íslands og Landsamband smábátaútgerða en þetta eru þeir aðilar sem SGS er með gildandi kjarasamninga við. Með þessari samþykkt er Eining-Iðja fyrsta félagið til að veita SGS umboð vegna komandi kjarasamningsviðræðna og hvetur samninganefndin til þess að þau stéttarfélög sem eiga aðild að SGS sýni samstöðu í því verkefni sem framundan er. Bæði Starfsgreinasamband Íslands og aðildarfélögin hafa unnið yfirgripsmikla undirbúningsvinnu fyrir kjarasamninga og standa nú yfir ráðstefnur, fundir og kannanir meðal félagsmanna. Markmið þessarar vinnu er að fá fram kröfur og gefa öllum félagsmönnum kost á að hafa áhrif á kröfugerðina. Næstu skref í undirbúningnum er að formenn og varaformenn aðildarfélaga SGS hittast á tveggja daga fundi á Húsavík í byrjun júní og ræða niðurstöður og áframhald eftir fjórar kjaramálaráðstefnur sem haldnar hafa verið á vegum SGS.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag