Félagsliðafundur á Akureyri

Félagsliðar í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hittust á Akureyri mánudaginn 10. nóvember til að ræða sameiginleg hagsmunamál og njóta fræðslu. Fræðsludaginn sátu félagsliðar af öllu landinu auk þess sem fjarfundarbúnaður var nýttur fyrir félagsliða í Höfn í Hornafirði. Mikil ánægja var með daginn og skýr skilaboð komu frá félagsliðum til stéttarfélaganna um áherslumál næstu árin. Eitt stærsta baráttumálið er að fá félagsliðastarfið metið sem löggilta heilbrigðisstétt og hefur verið unnið mikið í því síðustu árin og heldur sú barátta áfram. Auk kjaramála var fjallað um framhaldsnám félagsliða, hvernig þeir nýtast í störfum við umönnun og að lokum var fjallað um áhrif streitu og vaktavinnu á líðan og heilsu. Eftir daginn má fundargestum vera ljóst að aukin þörf verður á störfum félagsliða í framtíðinni enda eru þeir sérstaklega menntaðir í umönnun út frá andlegri líðan og félagslegri virkni. Undir lok dagsins kom fram eindregin ósk um áframhaldandi samstarf félagsliða af öllu landinu enda er ljóst að hér er öflugt fólk í vaxandi stétt. [caption id="attachment_8507" align="aligncenter" width="300"] Þátttakendur fundarins[/caption]  
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag