Fleiri kjarasamningar undirritaðir á næstunni

Um þessar mundir undirbýr SGS undirritun á nokkrum kjarasamningum, sem sambandið hefur umboð fyrir sín aðildarfélög. Samningarnir sem um ræðir eru:
  • Kjarasamningur SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.
  • Kjarasamningur SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  • Kjarasamningur SGS og Landssambands smábátaeigenda.
  • Kjarasamningur SGS og Bændasamtaka Íslands.
  • Kjarasamningur SGS f.h. aðildarfélaga við Flugleiðahótel ehf.
  • vegna starfsfólks Edduhótela.
  • Kjarasamningur SGS f.h. aðildarfélaga og Landsvirkjunar.
  • Kjarasamningur SGS og NPA miðstöðvarinnar.
Samningur SGS við ríkið mun renna út 31. mars nk. og samningur sambandsins við sveitarfélögin rennur út 30. júní nk. Aðrir samningar runnu úr gildi þann 31. janúar sl., ef frá er talinn samningur SGS og NPA miðstöðvarinnar, en sá samningur rann út 30. nóvember 2013. Undanfarið hafa fulltrúar samningsaðila hist á fundum til að vinna að endurnýjun samninganna og stefnt er á að þeirri vinnu ljúki á næstu vikum. SGS mun flytja frekari fréttir af undirritun samninganna þegar þar að kemur.[hr toTop="false" /]
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag