Formannafundur SGS haldinn s.l. föstudag

Formannafundur Starfsgreinasambandsins var haldinn í húsakynnum Gamla  Kaupfélagsins á Akranesi síðastliðinn föstudag. Fundinn sátu formenn 19 aðildarfélaga sambandsins eða fulltrúar þeirra. Fundurinn hófst á því að formenn gáfu stutta munnlega skýrslu yfir helstu verkefni sem þeirra félög eru að vinna að um þessar mundir. Í kjölfarið voru ýmis mál tekin til umræðu, þ.á.m. ársreikningur SGS og samstarfssjóðs, stefna ASÍ í lífeyrismálum, eftirfylgni með kjarasamningum og verkaskipting innan sambandins. Fundarmenn fengu jafnframt kynningu á stöðu mála varðandi uppmælingar í ræstingu auk þess sem fulltrúi Eflingar mætti á svæðið til að kynna fyrirkomulag notendastýrðar persónulegar þjónustu (NPA) hér á landi.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag