Formannafundur SGS

Í dag, 8. janúar, hélt Starfsgreinasambandið formannafund og var hann að þessu sinni haldinn í höfuðstöðvum sambandsins í Reykjavík. Til fundarins voru boðaðir formenn allra aðildarfélaga sambandsins, 19 talsins og var mæting góð. Ýmis mál voru á dagsská fundarins að þessu sinni, m.a. erindi frá Ernu Bjarnadóttur, hagfræðingi Bændasamtaka Íslands um utanaðkomandi áhrif á matvælaframleiðslu, innflutningsbann Rússa og tollasamningurinn, kynning á nýrri námsskrá í fiskvinnslu og ýtarleg umfjöllun um svarta atvinnustarfsemi. Þá var farið yfir verkefnin sem framundan eru hjá Starfsgreinasambandinu.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag