Framkvæmdastjórn SGS á ferð og flugi

Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins hélt tveggja daga fund á Akureyri og Húsavík í vikunni, en um var ræða þriðja fund nýrrar framkvæmdastjórnar sambandsins sem kosin var á þingi SGS í október síðastliðinn. Alls sitja sjö í framkvæmdastjórn SGS, en auk stjórnarmanna tóku starfsmenn sambandsins þátt í fundinum, en þeir eru tveir. Á miðvikdaginn fór hópurinn í heimsókn í Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA) og fékk kynningu á fyrirtækinu. Í framhaldinu hélt stjórnin fund í húsakynnum Einingar-Iðju þar sem ýmis mál voru tekið til afgreiðslu og umræðu, m.a. væntanlegur ungliðafundur SGS sem haldinn verður í júní næstkomandi, fjárhagsstaða sambandsins, skipan fulltrúa í fræðslusjóði, erindrekstur SGS o.fl. Eftir fundinn var ferðinni haldið áfram til Húsavíkur, með stuttu stoppi á Hotel Natur á Svalbarðsströnd. Á fimmtudeginum héldu fundarhöld áfram með sérstakri áherslu verksvið framkvæmdastjórnar og í framhaldinu mættu fulltrúar frá Norðurþingi og LNS Saga á fundinn til að kynna fyrir gestum þær gríðarmiklu framkvæmdir og þann mikla uppgang sem nú á sér stað á Húsavík og nágrenni. Eftir hádegi fór hópurinn svo í skoðunarferð á Bakka og Þeistareyki til að kynna sér framkvæmdirnar nánar. Almenn ánægja ríkti með fundinn, bæði móttökurnar og umræður sem fóru fram. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá fundahöldum og vinnustaðaheimsóknunum. [gallery ids="38937,38938,38939,38941,38942,38943,38944,38945,38946,38947"]
  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)