Fréttatilkynning frá Starfsgreinasambandi Íslands

Innan raða Starfsgreinasambands Íslands (SGS) eru 19 stéttarfélög rúmlega 57 þúsund félagsmanna um land allt. Samninganefndir hvers félags um sig fara með samningsumboð fyrir hönd sinna félagsmanna en hafa oft falið sameiginlegri samninganefnd SGS að fara með umboðið. Ef einstök félög meta það svo að það sé skynsamlegra vegna aðstæðna hjá þeim að hafa umboðið hjá sér og eiga viðræður beint við atvinnurekendur þá geta þau að sjálfsögðu gert það hvenær sem er. SGS mun halda viðræðum áfram af krafti, í góðri samvinnu við öll félög innan sambandsins, í þeim tilgangi að ná fram réttmætum kröfum til að bæta hag sinna félagsmanna. Frekari upplýsingar veitir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS í síma 897 8888.
  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)