Fundaherferð: Réttlátur vinnumarkaður - allra hagur

Fundaherferð ASÍ Réttlátur vinnumarkaður – allra hagur! hefst á Norðurlandi í næstu viku. Um er að ræða málþing þar sem rætt verður um stöðuna á vinnumarkaði með tilliti til undirboða og brotastarfsemi á hverju svæði fyrir sig. Þá verður spurningin "hvernig samfélag viljum við vera?" rædd. Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins taka þátt í fundunum með framsögum og umræðum og framkvæmdastjóri SGS tekur þátt í pallborðsumræðum í Skagafirði og á Akureyri. Fyrsti fundurinn verður 21. mars í Varmhlíð í Skagafirði, daginn eftir verður fundur í Hofi á Akureyri og sá þriðji verður á Húsavík fimmtudaginn 22. mars. Dagskráin í Varmahlíð 21. mars Dagskráin á Akureyri 22. mars Dagskráin á Húsavík 23. mars
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag