Gáttin – Ársrit Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Nýlega kom Gáttin, ársrit um framhaldsfræðslu, út í þrettánda sinn en Gáttin er vettvangur umræðu um nám fullorðinna og starfsmenntun á Íslandi og er gefin út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ár hvert í tengslum við ársfund fræðslumiðstöðvarinnar. Markmið ársritsins er að efla umræðu um framhaldsfræðslu á Íslandi. Enn fremur safna saman og miðla reynslu og kynna það sem efst er á baugi í kennslufræðum, kenningum, námsleiðum, nýjum bókum, gögnum, tækjum og vefsíðum. Í Gáttinni 2016 er margt fróðlegra og áhugaverðra greina um framhaldsfræðslu og menntamál almennt. Sem dæmi má nefna yfirgripsmikla grein um starfsemi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Þá er sagt frá norrænu verkefni um færniþróun á vinnumarkaði. Verkefnið fjallar um færniþróun frá sjónarhorni atvinnulífsins. Markmiðið er að greina, ræða og gera sýnilegar þær áskoranir sem vinna þarf með, svo að ævilöng starfsmenntun/færniþróun geti orðið að veruleika. Alastair Creelman, ritar grein sem ber yfirskriftina Nám á netinu - hvert stefnir? Þar sem hann fjallar um þá möguleika sem nútímatækni í fjarskiptum og samskiptum gefur til að þróa og bæta aðferðir við menntun. Alastair flutti fyrirlestur um sama efni á ársfundi Fræðslumiðstöðvarinnar í lok nóvember sl. þar sem hann kynnti hugmyndir sínar og ýmis verkfæri í kennslu. Þá er í Gáttinni fjallað um þróun í raunfærnimati, kortlagningu starfa í ferðaþjóðnustu svo fátt eitt sé nefnt. Gáttina má nálgast hér.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag