Hrund Karlsdóttir nýr formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur

Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur var haldinn í húsakynnum félagsins þann 19. júní síðastliðinn. Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf áttu sér stað formannaskipti í félaginu. Lárus Benediktsson lét af embætti eftir að hafa gengt hefur formennsku í félaginu í 17 ár og við tók Hrund Karlsdóttir. Enginn bauð sig fram á móti Hrund til formanns félagsins og var hún því sjálfkjörin. Hrund hefur setið í stjórn félagsins undanfarin tvö ár og hefur starfað við gæðaeftirlit og útflutning á rækju síðastliðin 20 ár. Aðspurð segir Hrund að henni lítist vel á nýja starfið og hlakki mikið til að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem bíða hennar. Starfsgreinasambandið býður Hrund velkomna í formannahóp sambandsins og hlakkar til samstarfsins á komandi árum og þakkar í leiðinni Lárusi Benediktssyni fyrir farsælt og gott samstarf í gegnum árin. [caption id="attachment_119241" align="aligncenter" width="169"] Hrund Karlsdóttir[/caption]
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag