Íslensk matvælaframleiðsla í hæsta gæðaflokki innanlands og erlendis.

,,Ný stefnumörkun fyrir nýsköpun í matvælavinnslu á Íslandi er nauðsynleg, stefnumörkun sem aðilar vinnumarkaðarins, stjórnvöld og vísindasamfélagið verða að koma að,” segir í ályktun framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambandsins frá 21. þ.m. Framkvæmdastjórnin bendir á að í dag stækkar sá markhópur sem gerir kröfur um vörur sem hafa sérstöðu sem byggja á góðri hönnun, gæðum, öryggi og rekjanleika. ,,Á þessum forsendum þurfa íslenskar vörur að byggja. Til matvælavinnslu, höfum við bæði gott hráefni og þekkingu til staðar sem nýta má á skilvirkari hátt. Íslensk matvælaframleiðsla getur verið í hæsta gæðaflokki í samkeppninni innanlands og erlendis. Hér leynist fjöldinn allur af tækifærum sem kallar á samstarf við markaðsaðila og hönnuði til að skapa vörur með sérstöðu. Einnig liggja umtalsverð tækifæri í öflugri gróðurhúsarækt, en þá þarf að skapa vænlegra rekstrarumhverfi með lægra raforkuverði til ræktenda,” segir m.a. í ályktuninni sem hér fer á eftir.   Ályktun um nýsköpun og fjölgun starfa í matvalavinnslu

,,Innan Stafsgreinasambands Íslands starfa um tíu þúsund manns við matvælavinnslu, mest við fiskvinnslu en á fimmta þúsund einstaklingar starfa við aðra matvælavinnslu. Matvælavinnsla sem atvinnugrein á Íslandi skiptir því miklu máli og þar liggja tækifæri til nýsköpunar og fleiri og verðmeiri starfa. Þetta koma fram á málþingi Starfsgreinasambandsins 26. apríl s.l. þar sem umræða með atvinnurekendum, bændum, vísindasamfélaginu og stjórnvöldum átti sér stað. Slík umræða, samvirkni hagsmunaaðilaog stjórnvalda, er nauðsynleg til þess að ná árangri til fjölgunar starfa og nýsköpunar.

 Framkvæmdastjórnin Starfsgreinasambandsins bendir á aðí dag stækkar sá markhópur sem gerir kröfur um vörur sem hafa sérstöðu sem byggja á góðri hönnun, gæðum, öryggi og rekjanleika. Á þessum forsendum þurfa íslenskar vörur að byggja. Til matvælavinnslu, í þessu sambandi, höfum við bæði gott hráefni og þekkingu til staðar sem nýta má á skilvirkari hátt. Íslensk matvælaframleiðsla getur verið í hæsta gæðaflokki í samkeppninni innanlands og erlendis. Hér leynist fjöldinn allur af tækifærum sem kallar á samstarf við markaðsaðila og hönnuði til að skapa vörur með sérstöðu. Einnig liggja umtalsverð tækifæri í öflugri gróðurhúsarækt, en þá þarf að skapa vænlegra rekstrarumhverfi með lægra raforkuverði til ræktenda. Ný stefnumörkun fyrir nýsköpun í matvælavinnslu á Íslandi er nauðsynleg, stefnumörkun sem aðilar vinnumarkaðarins, stjórnvöld og vísindasamfélagið verða að koma að. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins vill leggja sitt af mörkum í þessu sambandi og hvetur stjórnvöld til að fylgja umræðunni eftir á markvissan hátt."
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag